Brjálsemissteinninn brottnuminn. Ljóðaúrval argentínsku skáldkonunnar Alejöndru Pizarnik, þýðing, auk formála, Una útgáfuhús, 2020.
Heltekin, skáldsaga, Flynn Berry, Forlagið, 2018.
Uppfinning Morels, skáldsaga eftir Adolfo Bioy Casares, 1005 tímaritröð, annar árgangur, 2014.
Fásinna, skáldsaga eftir Horacio Castellanos Moya, Bjartur, 2011.
Laura og Julio, skáldsaga eftir Juan José Millás, Bjartur 2009. Útvarpssaga á RUV sumar 2013.
Ósýnilegir glæpir, skáldsaga eftir Guillermo Martínez, Bjartur, 2006.
Ljónadrengurinn: Sannleikurinn, skáldsaga eftir Zizou Corder, Bjartur, 2005.
Skuggaleikir, skáldsaga eftir José Carlos Somoza, JPV Forlag, 2003.
Opinberunarbókin, skáldsaga eftir Rupert Thomson, Bjartur, 2002.
Auroras Boreais. Escolma de poesía Islandesa, ljóðasafn þýtt úr íslensku á galisísku í samvinnu við Perfecto Andrade Grande, ritstj. Arturo Casas, Editorial Follas Novas, Santiago de Compostela, 2000.
***
Þýðingar á erlend mál:
Algleymi, þýsk þýðing: Richard Kölbl, Roland Hoffmann Literaturverlag, 2012.
Stefnuljós, þýsk þýðing Anke Bayersdorf á skáldsögunni Stefnuljós, óútgefin.
„Der Schatten und der Zufall“, þýðing þriggja nemenda Hartmut Mittelstadt, þeirra Anke Beyersdorff, Judith Köhler og Frank Martin, á smásögunni „Skugginn og hendingin“. Kom út í safnriti norrænna bókmennta í Þýskalandi: Nachtlandschaften, Neue nordische novellen III.
Is (Not): texti um Ísland, einangrun og einbúa í sýningarbók ljósmyndasýningarinnar Is (Not). Þýðandi á ensku: Gunnar Þorri Pétursson, 2011.
***
Brjálsemissteinninn brottnuminn
Ljóðaúrval Alejöndru Pizarnik
Alejandra Pizarnik (1936-1972) er hálfgerð goðsögn í bókmenntum Rómönsku Ameríku. Hún var af austur-evrópskum gyðingaættum, samkynhneigð og féll ung fyrir eigin hendi. Lengi vel var hún nær óþekkt meðal almennings en í miklum metum í bókmenntakreðsum og hjá helstu rithöfundum álfunnar. Á síðustu árum hafa æ fleiri lesendur flækst í þéttofinn orðavef skáldsins sem einkennist af lokkandi dulúð, töfrandi málfari og innilegum samræðum við melankólíuna og myrkrið.
Brjálsemissteinninn brottnuminn er fyrsta úrval af ljóðum, prósum og smáprósum eftir Alejöndru Pizarnik á íslensku. Hermann Stefánsson þýðir og ritar eftirmála um ævi og verk skáldsins.
Bókina má fá hér.
Umfjöllun Eiríks Guðmundssonar á vef RUV má nálgast hér: „Ég mun deyja úr ljóðlist“
***
Í vinnslu