Melódíur & þvíumlíkt

Ofviðrið (hljóðljóðabálkur): á öllum streymisveitum (nema Storytel), 2024, svo sem Tidal, Spotify, Youtube.

— Höfundarnafnið Hermann Hermit stafar ekki síst af tillitssemi við alnafna sem er klarinettuleikari í Svíþjóð og sendir frá sér tónlist á ýmsum miðlum undir nafni sínu, Hermann Stefánsson, og væri óleikur gerður með ruglingi. —

Væntanleg er tvöföld sólóplata Jóns Halls, Mansöngvar. HS spilar þar undir og syngur bakraddir.

Hafmeyjur og hákarlar, diskur í vinnslu, lög, textar, söngur, allur undirleikur, upptaka: HS.

Ló (Soundcloud, 2013), lög, textar og hljóðfæraleikur. Prójekt um að semja, spila, flytja og taka upp heila plötu á einu kvöldi. https://soundcloud.com/hermann-stef-nsson/sets/l-1

Svarthvít jól, (Teinar, 2009), lög og textar eftir Jón Hall Stefánsson. Hljóðfæraleikur og útsetningar.

Skipið siglir (5ta herdeildin, 2006). Hljóðfæraleikur. Lag og texti.

Áður óútgefið efni (5ta herdeildin, 2004). Hljóðfæraleikur. Lag og texti.

Sporvagninn Girnd, (CD, Jón Hallur og Teinar, 2004), tónlist við samnefnda leiksýningu í Borgarleikhúsinu. Hljóðfæraleikur og tónsmíðar.

Súkkulaði og kók (geisladiskur, 1996), lög, textar og hljóðfæraleikur.

Ljúflingsmál (kassetta, 1994), lög, textar og hljóðfæraleikur.

Blindhæðir (kassetta, 1993), lög, textar og hljóðfæraleikur. Ófáanleg. Leyndarmál.

13 tímar og fleiri lög (LP, 19899, Jón Hallur og Lestir frá Reykjavík. Hljóðfæraleikur.

Gestahljóðfæraleikur með ýmsum, svo sem hljómsveitinni Risaeðlunni og á sólóplötum Guðmundar Andra Thorssonar, Megasi o.fl. á tónleikum.

Skáldsagan Bjargræði er væntanleg á rafbókasafn Borgarbókasafnsins sem hljóðbók þar sem allt sem lýtur reglum heðfbundins kveðskapar er kveðið að rímnamannasið, jafnt það sem er falið inni í textanum sem og kvæði eftir Látra-Björgu sem í henni er að finna.

Hljómsveitin Mikligarður æfði lengi og hélt fjölda tónleika um land allt. Til er upptekið en óútgefið efni.

Nefna má ýmsar hljóðmyndir í útvarpi, útsetningar, og tónlistarsamstarf, svo sem með Sólrúnu Heddu Benedikz, óperusöngkonu. Eina slíka tilraun má heyra á meðfylgjandi tengli þar sem Egill Ólafsson og Sólrún Hedda syngja saman tilgátuútgáfu af því hvernig þjóðlagið „Vera mátt góður“ hefði hljómað ef það hefði borist óbrenglað til landsins (á síðustu mínútum).

https://www.ruv.is/frett/2020/05/23/og-ae-lukku-maeta