Afleitt fjármagn af menningarstarfsemi

Áðan heyrði ég út undan mér í útvarpinu, ég missti af byrjun Lestarinnar en held að það hafi verið annar stjórnenda sem talaði, og hún sagði hreint út: Hvernig komst menningarumræða á þetta plan?

Hún var að tala um planið þar sem listamenn tala ekki um neitt nema peninga og að það þurfi að leggja meiri peninga í listir. Af þeirri ástæðu að listir skili svo miklu til baka í því sem er kallað eitthvað svo mikið sem afleitt fjármagn eða afleiddar tekjur.

Hvernig komst umræða um listir niður á það plan að snúast mest um peninga? Og það af hálfu listamannanna sjálfra? Finnst listamönnum þeir einskis virði vera ef þeir geta ekki mælt gildi sitt í peningum eins og aðrir?

Ég tek undir spurninguna og stend við fyrirsögnina: Þetta endalausa fjármagnsraus er afleitt.