Brot

Fjöldi fólks fylgdist með en enginn hafði döngun í sér til að taka sig til og hjálpa henni, gegn ofurefli og aðstæðum. Það var þá sem það rann upp fyrir henni að fólkið var ekki að leita leiða til að koma henni til aðstoðar heldur var áhorfið kjarninn í veru þess þar sem það stóð álengdar.