Brot án merkingar #3

Til að koma í veg fyrir þá þversögn (hæng-22) sem of oft hafði verið bent á í Þungverjalandi að enginn gat orðið sjómaður án þess að hafa reynslu af sjó og enginn gat fengið reynslu af sjó án þess að hafa verið sjómaður, svo tæknilega var ekki hægt að gerast sjómaður (enda landlukt ríki), breytti sjávarútvegsnefndin reglunum þannig að fólk gat orðið sjómenn ef það fékk vottun hjá vottunarnefnd sem síðan fékk viðurkenningu hjá viðurkenningarnefnd. Úr varð farsæl lausn (hængur-23) því í vottunarnefnd og viðurkenningarnefnd sat einatt sama fólkið og það viðurkenndi jafnan eigin vottun, nema því væri beinlínis í nöp við sjálft sig, sem ekki henti.