Ýmislegt slæðist upp úr kössum. Ég las öðru sinni The Lord Chandos lettter eftir Hugo von Hofmannsthal. Í stuttu máli er textinn ímyndað bréf frá lávarði að nafni Chandos, yngri syni Baths lávarðar, til Francis Bacon. Bréfið er útskýring og afsökun Chandos til vinar síns á því að hann hafi með öllu látið af skrifum […]
Uncategorized
Gleðin
30. júní 2025Góð manneskja
22. júní 2025Á nokkru ríður að vera góð manneskja. En hvað er eiginlega góð manneskja? Það er ekki alveg einföld spurning. Svo mikið er víst að það eru ekki tengsl á milli neinnar hugmyndafræði, skilgreinanlegrar eða illa skilgreinanlegrar, og þess að vera góð manneskja, þótt mörg hugmyndafræðin hafi einmitt reynt að sannfæra áhangendur sína um nákvæmlega það. […]
Tvífarar dagsins
21. júní 2025Þar sem skuggarnir hrapa
20. júní 2025Þú laumast um eins og þjófur að nóttu en það er ekki nótt heldur dagur og hlutirnir mynda hindrun á vegi ljóssins til jarðarinnar og eru samansettir af fjarveru einhvers fremur en einhverju og það kemur skellur þegar þeir lenda á jörðinni, skuggarnir. Þú ert sárt haldinn iðrun og sektarkennd eða einhverju sem þú finnur […]
Málið
18. júní 2025Nauðbeygður beygir maður sig fyrir hálfgerðum málvillum sem hafa sigrað. Maður breytir innistæðu í innstæðu. Peningarnir standa inni í bönkunum, þeir standa ekki inn í þá, eins og eitthvert spjót. Inni er staðsetning, inn er stefna. En innstæðan hefur sigrað innistæðuna þegar kemur að bankainnstæðum. Ekki þegar talað er um að einhver hafi ekki innistæðu […]
Páfagaukagarðurinn
15. júní 2025Mér finnst þetta stórskemmtilegur þáttur: https://www.ruv.is/utvarp/spila/bara-baekur/35244/ag3jog Mig ber aðeins á góma þarna, eða ekki góma, gómur minn myndar nokkur orð þarna, eða öllu heldur raddböndin og tungan, úr líkama sem greinilega er nývaknaður, og viðtalið nokkuð óvænt, sem ég lít á með mildilegum augum kristilegrar velvildar og alfyrirgefningar, maður skyldi forðast bráðræði. Þetta eru skemmtilegir […]
Þroskinn
Hvert fór umfjöllunin um þroska eiginlega? Ég á við: Hugmyndafræðilega. Eða heimspekilega. Það mátti segja að þegar meginlandsheimspeki og rökgreiningarheimspeki voru ríkjandi andstæður í heimspeki hafi þroskinn meira lent hjá rökgreiningarheimspekinni. Án þess að ég sé heimspekingur. Meginlandsheimspekin hugsaði meira um vanrækta afkima sögunnar, stöðu minnihluta, vald og þvíumlíkt — og svo voru auðvitað þeir […]
Hætta þessu í bili?
9. júní 2025Í dag heimsæki ég aldagamlan fjölskylduvin sem álítur mig merkasta rithöfund þjóðarinnar. Hann er níræður en þetta eru engin elliglöp því hann hefur haft þessa skoðun lengi. Kannski er hann annar af tveimur mönnum sem hefur þessa skoðun. Reyndar er ég þó margmenni, eins og Eldjárn orðaði það. Kannski maður fari að segja þetta gott […]
Hið dularfulla ískur breiðir úr sér
6. júní 2025Enn heldur ískrið sem ég fjallaði um hér og hér áfram að vekja fólk til umhugsunar. Og breiða úr sér. Auðvitað er ekki gerandi grín að því þegar hljóðverkfræðingur talar um lýðheilsuógn og fólk hyggst leita réttar síns, eins og segir í nýjustu fréttinni. Talað er um að þetta líkist tíðnisviði barnsgráturs. Það hlýtur að […]
Sendingar
5. júní 2025Það er eitthvað við mig sem veldur því að ég hef alla tíð fengið slæðing af nafnlausum sendingum. Síðasta daginn sem símskeyti voru við lýði fékk ég símskeyti, ég veit ekki frá hverjum. Viðkomandi óskaði mér til hamingju með eitthvað, guð má vita hvað. Ekki hef ég heldur hugmynd um hver sendi mér bók um […]
Blístrið
4. júní 2025Þá veit maður það. Hvinurinn sem ég gerði að umtalsefni hér er heyranlegur öðrum í hverfinu. Hugsanlega er þetta ískur í hinum forna banka sem þarna stóð en gerir ekki lengur. Þau fá tvo tóna þarna niður frá, að því er mér heyrist á upptökunni í fjölmiðlum. Við ræddum þetta feðgar. Fáum við tvo tóna? […]
Nokkur æði vafasöm heilræði um lífið
Stokkurinn tómur og stoðar ei getur um að stækki hans mannspilaflokkur.