Í laumi lesa allir menntamenn ástarsögur. Sérstaklega karlkyns menntamenn. Þeir fela þetta gjarnan og stilla sér upp með háspekirit fyrir myndatöku og láta greind sína flæða af munni fram en þess á milli sitja þeir yfir ástarsögum og horfa á ástarmyndir og klökkna, ef þeir þá ekki bresta í grát á viðkvæmustu augnablikunum og eiga […]
Uncategorized
Bækur sem „sitja í“ manni
21. janúar 2026Ekki er útilokað að þeir sem segja að skáldverk muni „sitja í“ því meini með orðum sínum nákvæmlega ekki neitt. Ég man ekki hvort ég sagði að bók Sigrúnar Pálsdóttur, Blái pardusinn: hljóðbók, myndi „sitja í mér“ en sjálfsagt hef ég meint það. Hún hefur setið í mér og endirinn hefur vafist fyrir mér. Fyrstu […]
Íslenskur lesháttur
Lengi hefur verið haft á orði að íslenskur lesháttur felist í því að leita að fyrirmyndum í veruleikanum í öllum skálduðum texta og hafa símaskrána sér við hönd. Það er ekki ólíkleg kenning um smáríki. Það er spurning hvort íslenskur lesháttur feli ekki líka í sér, í fámenninu, að það sé tengt því hvernig maður […]
T-bindindi
15. janúar 2026Þótt maður sé í T-bindindi (lesi aldrei fréttir um hvað T hafi sagt) merkir það ekki uppgjöf í viðleitni til að skilja og skýra heiminn. Eiginlega þvert á móti. Enginn forseti hefur nokkurn tíma verið jafn mikið í fréttum og T. Ekki fyrir það sem hann gerir heldur það sem hann segir. Og fréttir af […]
Nótur úr nýlegu matarboði
20. desember 2025Hið klassíska form ritdóms er fjórliða: 1) Lýsing 2) greining 3) túlkun 4) mat. Kannski vantar í þessa góðu fjórliðu mikilvægasta liðinn: Liðinn þar sem greinandinn segir frá einhverju sem kemur málinu hreint ekkert við en er samt áhugaverðasti þáttur ritdómsins. En getur svo sem líka verið sá óáhugaverðasti. Síðasti liðurinn, matið, ætti að vera […]
Þegar ekkert annað er að gera
10. nóvember 2025Það er ekkert annað að gera en að skrifa eins og djöfulóður, skrifa í kapp við tímann, skrifa í kapp við dauðann, áður en hann laumast að manni og setur lokapunktinn aftan við síðustu bók mína, hvort sem hún verður í handritabunkanum, uppsöfnuðum yfir mörg ár, eða útgefin, en kannski er síður vert að vera […]
Frá ómi til hljóms
8. nóvember 2025Það er hægt að segja hugmyndasögu í gegnum tónlist. Kvikmynd Ásdísar Thoroddsen, Frá ómi til hljóms, gerir það með einhverjum hætti sem ekki er auðvelt að henda reiður á. Er yfirleitt nokkur tenging á milli tónlistar og hugmynda? Er ekki tónlist einmitt þeim galdri gædd að vera laus við orð, fyrir utan þau sem sungin […]
Á íslensku má alltaf finna …
6. nóvember 2025Með orðinu „finna“ í tilvitnuninni í Þórarin Eldjárn hér að ofan er ekki átt við að öll orðin séu til. Það er einnig átt við að séu þau ekki til megi finna þau, eða finna þau upp. Þar sem íslenskuna skortir orð yfir það sem á ensku er kallað „gender“ og þar sem hún, eða […]
Skuldir ríkisins í ríkjum skuldanna
3. nóvember 2025Auðvitað væri fáránlegt að taka mark á einu orði sem gengur fram af munni rithöfundar í tengslum við efnahagsmál og efnahagsfræðileg lögmál, fremur en mörgu öðru, en þá er tilvalið að útskýra lögmál sem fólk skilur ekki vel. Stjórnmálamenn segjast alltaf ætla að sýna aðhald og borga niður skuldir ríkisins. Þeir ætla ekki að gera […]
Brot
27. október 2025Fjöldi fólks fylgdist með en enginn hafði döngun í sér til að taka sig til og hjálpa henni, gegn ofurefli og aðstæðum. Það var þá sem það rann upp fyrir henni að fólkið var ekki að leita leiða til að koma henni til aðstoðar heldur var áhorfið kjarninn í veru þess þar sem það stóð […]
Hugsaðu hlýlega til mín, Kolkrabbi kær
26. október 2025Í guðsótta og góðum sið ég geng og kveð. Allir vættir gefi mér grið og góðan beð.
Arendt: Sjálfstæð hugsun eða formúlur?
19. október 2025Einhvers staðar í verki Hönnuh Arendt um rætur alræðis segir að það sé annað hvort hægt að hugsa sjálfstætt eða notast við hugmyndafræðilegar formúlur. Í síðarnefnda tilvikinu er svarið alltaf til reiðu og felst í hugtaki úr forðabúri formúlunnar sem er mátuð við umhugsunarefni og passar alltaf. Fólk sem hugsar í formúlum er ekkert verr […]
PS
9. október 2025Inn í kjörþöglina
4. október 2025Nóg sagt í bili, sumt sennilega ofsagt, annað vansagt, eitthvað ósagt eins og gengur. Stundum nota ég þennan vef til að skrifa skáldskap og birti hann ekki heldur vista sem Drög. Stundum er ég með ærsli og stundum alvöru. Stundum birti ég eitthvað vanhugsað og læt það svo hverfa, það er réttur minn. Hér stóð […]