Nóg sagt í bili, sumt sennilega ofsagt, annað vansagt, eitthvað ósagt eins og gengur. Stundum nota ég þennan vef til að skrifa skáldskap og birti hann ekki heldur vista sem Drög. Stundum er ég með ærsli og stundum alvöru. Stundum birti ég eitthvað vanhugsað og læt það svo hverfa, það er réttur minn. Hér stóð […]
Uncategorized
Afdrep (um Eirrek)
1. október 2025Einhvers staðar í Andrabókum Péturs Gunnarssonar spyr kærasta ungskáldsins þegar hann ræðir um listaverkin sem hann ætlar að smíða fyrir erfiðan heim: Þú ætlar sem sé að smíða heim sem virkar inni í heimi sem virkar ekki? Samhengið er húmorískt, ef ég man það rétt. Kærastan afgreiðir háleitar fagurfræðilegar vangaveltur rithöfundarins með því að snúa […]
Ranghugmyndir og ofskynjanir
30. september 2025Ég hef verið að lesa mér svolítið til um ranghugmyndir og ofskynjarnir, af vissum ástæðum sem tengjast afkomu. Maður getur orðið nokkuð vel að sér um ýmsa hluti, svo sem sálfræði og geðlækningar, án þess að áhugi komi til. Það borgar sig að vera lifandi þátttakandi í íslenskum veruleika. Það minnti mig á að fyrir […]
Brot án merkingar #7
28. september 2025Tilgangur lífsins er gleðin.
Brot án merkingar #6
27. september 2025Svo gersamlega alger er mín ógæfa og ólukka, sagði hann, að fólk hefur hreinlega tekið upp á því að öfunda mig fyrir einmitt þær sakir. Því það óskar þess heitt að það hefði einhverja raunverulega ástæðu fyrir vanlíðan sinni en finnur hana ekki. Það er gömul saga og ný. Bros hans að þeim orðum mæltum […]
Brot án merkingar #5
25. september 2025„Þú ert ekki með öllum mjalla!“ sagði hún. „Hvað þýðir „mjalla“?“ svaraði hann og meinti það.
Brot án merkingar #4
Svo smágert var lagið sem ég samdi sjálfur og átti alveg sjálfur og notaði mér til huggunar að þegar ég setti það undir stækkunargler hvarf það með öllu og ég hugsaði um þig en fannst það óþægilegt.
Brot án merkingar #3
24. september 2025Til að koma í veg fyrir þá þversögn (hæng-22) sem of oft hafði verið bent á í Þungverjalandi að enginn gat orðið sjómaður án þess að hafa reynslu af sjó og enginn gat fengið reynslu af sjó án þess að hafa verið sjómaður, svo tæknilega var ekki hægt að gerast sjómaður (enda landlukt ríki), breytti […]
Brot án merkingar #2
Og hjá opinberum ríkiskapítalismaútgáfum var snemma í tvö þúsund ára veldi kapítalísk-kommúníska alræðisríkisins Þungverjalands fundið upp nýyrðið „hégómaútgáfa“ [e. vanity publishing] yfir alla útgáfu sem laut ekki flauelisritskoðuninni og viðhélt raunverulegu tjáningarfrelsi sínu, bæði til niðrunar og tilbúinnar aðgreiningar frá hinni opinberu og ómeðvitað ófrjálsu útgáfu þar sem fólk hlýddi rænulaust og notaði ekki tjáningarfrelsið […]
Brot án merkingar #1 [veruleikinn hefur verið uppfærður til samræmis við fréttina]
Og eftir þrjátíu og fjögur ár af útlegð og ýlfrandi sektarkennd fyrir að hafa logið svona að þér.
Sumræðan
23. september 2025Ég hallast að því að átökin sem eiga sér stað á milli tveggja póla séu ekki á milli hægri og vinstri. Ef svo væri myndi bera meira á hugmyndafræði. Annar armurinn myndi segja: Við viljum samfélag sem er X. Hinn: Við viljum samfélag sem er Y. Vinstrimenn myndu ekki ota viðkæmustu hópum, svo sem trans […]
Drög
21. september 2025Tveir bestu bloggararnir, Ármann og Eiríkur Örn, verja tíma sínum í risavaxin lesverkefni: Proust og Joyce, helstu verk tveggja evrópskra bókmenntarisa. Mér finnst að ég ætti að taka mér annað eins fyrir hendur. Einhvern tíma þýddi ég einn erfiðasta kaflann í Rayuelu Cortázars á bloggi. Það var alvöru verkefni. En hvort tveggja er að ég […]
Furðuleg hugmynd
3. september 2025Fólk fær stundum furðulegar hugmyndir. Eins og til dæmis að horfa á sjónvarpið. Ekki geri ég það og hef ekki gert í mörg ár. Dægurmálaþátturinn Kastljós ákveður að í stað þess að fá eitthvert menntað fólk í vitrænar samræður muni það bjóða formanni Samtakanna 78 og stjórnmálamanni í spjall. Hver einasta hræða veit upp á […]
Hreiðrin
1. september 2025Það er einfalt mál að finna flöt á hverju einasta efni og leggja hann út sem svo að um óheilindi sé að ræða. Óheilindi af einhvers hálfu, undirhyggju, lævísleg undanbrögð sem beri þegar upp er staðið vott um illsku einhvers og ómerkilegheit. Engrar sérstakrar kúnstar er þörf við þessa hugsun. Maður bara leggur saman tvo […]