Það er mikið fagnaðarefni að Auður Jónsdóttir rithöfundur og Eyrún Magnúsdóttir spjótkastari hyggist stofna nýjan fjölmiðil, eins og lesa má um hér: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-07-31-gimaldid-verdur-fjolmidill-449920 Ekki er verra að miðillinn á að „rúma margar raddir og greina frá ólíkum hliðum flókinna mála“. Fjölmiðillinn hefur fengið heiti: „Gímaldið“. Eyrúm lýsir nafninu sem „skemmtilegu, fyndnu og skrýtnu.“ og Auðir […]
Uncategorized
Þrælar
Ég lét gabba mig. Eða ekki beinlínis gabba, smáræðis sviðsetningaratriði í sjónvarpsþáttum leiddi mig afvega. Sjónvarpsþættirnir voru Roots, Rætur. Þeir voru sýndir í sjónvarpinu korter í fornöld, á þeim sæludögum þegar við vorum bekkurinn í hippaskólanum Fossvogsskóla og kennarinn var Sverrir Guðjónsson, kennari lífs míns sem bjargaði eitt sinn lífi systur minnar, og við sátum […]
Bergþóra Gísladóttir
29. júlí 2025Ég veit ekki hvaða lýsing væri best á Bergþóru Gísladóttur sem jarðsett var í gær, mánudaginn 28. júlí, og ósennilegt að mér tækist betur til en eiginmanni hennar, Erling Ólafssyni, sem flutti minningarorð um hana í Fossvogskirkju, sem má segja að hafi verið mannlýsing, eins auðugar og slíkar geta verið, nú, eða hvað þá Bergþóru […]
Í mörgu lagi
26. júlí 2025Í fyrsta lagi skyldi ekki taka of mikið mark á því sem fólk segir um annað fólk því það er yfirleitt að tala um sig sjálft og það sem fer í taugarnar á því sjálfu við sjálft sig og varpa því yfir á aðra. Í öðru lagi er ekki mannkostur að vera umtalsillur, sýnir fyrst […]
Framtíð mannkyns
18. júlí 2025„Framtíð mannkyns“ er komin út. Á Tidal, Spotify, Amazon, Apple, youtube o.s.frv. Síngull af tvöföldu plötunni Mansöngvar. Hljómgæðin eru best á Tidal, að ég held. Hér þó á youtube sökum tæknivandræða.
Mansöngvar: Harpa 12. ágúst
17. júlí 2025Mansöngvar kemur út í ágúst, tvöföld vínyl-plata með lögum eftir Jón Hall. Af því tilefni verða útgáfutónleikar í Hörpunni eins og lýst er hér. Miðinn kostar 4500 kr. og fæst hér. Nánar um það síðar.
Lagið verður til
15. júlí 2025Þetta verður algerlega frábært lag, sagði framleiðandinn. Bókaður smellur. Geggjað lag! Ekki spurning, svaraði aðstoðarmaðurinn. Það eina sem okkur vantar núna er einhver til að syngja lagið, einhver til að útsetja það, upptökumann og fólk til að spila undir. Já, og svo vantar okkur manneskju til að semja lagið. Reyndar, sagði aðstoðarmaðurinn. Það breytir því […]
Hérlendis
Einhvern daginn í síðustu viku taldi ég fréttirnar og vefsíðu RUV og allar nema ein voru um íslensk efni. Ástæðan er sú að það gerist ekki neitt markvert í heiminum nema á Íslandi. Það er óþarfi fyrir okkur að vera heimsborgarar og fylgjast með því allt gerist hér, heimurinn skiptir engu. Nema að því leyti […]
Auðir og ógildir
9. júlí 2025Það er ef til vill ekki mörgum kunnugt um það en árið 1986 spratt nokkur umræða um kosningamál og kosningafyrirkomulag, og ekki síst snerist samtalið um svokallaða „auða og ógilda“ atkvæðaseðla. Í framhaldinu varð til lítill félagsskapur þeirra sem skiluðu auðu í kosningum og þeirra sem skiluðu ógildum kjörseðlum. Hinir ógildu sóttu sér ekki innblástur […]
Veruleikinn handan við flostjöldin
Í skugga trjánna eftir Guðrúnu Evu er kölluð skáldsaga í undirtitli. Eigi að síður glittir í veruleika handan við flostjöld skáldskaparins, og það skiptir engu höfuðmáli. Það glittir líka í veruleika handan við orðin í Sulti eftir Knut Hamsun. Yfirsýn hæfir mér ekki en vafalaust geta mér fróðari sett bókina í samband við norræna bylgju […]
„Menningarfokk“
8. júlí 2025Ævar Kjartansson, það afbragð annarra útvarpsmanna, notaði orðið í titlinum einhverju sinni þegar ég var til viðtals hjá honum, við fleiri. Já, ætli við segjum þetta ekki gott um þetta menningarfokk, eitthvað á þá leið. Það sat í nér. Hvað er menning? Menning er nótt einhvern tíma snemmhausts og offramboð af öllu svo reynist gersamlega […]
Tilgátusaga
3. júlí 2025Fyrir C. Í ritningunum rangt er margt, ranglega tilfærðar sögur. Að þessu sinni mundar Ísak öxi sína og býr sig undir að láta höggið ríða á Abraham, föður sínum. Sólin skín og lengst uppi á himninum flýgur fugl. Ísak trúir ekki á hinn eldforna guð en hann hefur búið til sína eigin lygi sem hann […]
Bréf Chandos lávarðar
Ýmislegt slæðist upp úr kössum. Ég las öðru sinni The Lord Chandos lettter eftir Hugo von Hofmannsthal. Í stuttu máli er textinn ímyndað bréf frá lávarði að nafni Chandos, yngri syni Baths lávarðar, til Francis Bacon. Bréfið er útskýring og afsökun Chandos til vinar síns á því að hann hafi með öllu látið af skrifum […]
Góð manneskja
22. júní 2025Á nokkru ríður að vera góð manneskja. En hvað er eiginlega góð manneskja? Það er ekki alveg einföld spurning. Svo mikið er víst að það eru ekki tengsl á milli neinnar hugmyndafræði, skilgreinanlegrar eða illa skilgreinanlegrar, og þess að vera góð manneskja, þótt mörg hugmyndafræðin hafi einmitt reynt að sannfæra áhangendur sína um nákvæmlega það. […]