Páfagaukagarðurinn

15. júní 2025

Mér finnst þetta stórskemmtilegur þáttur: https://www.ruv.is/utvarp/spila/bara-baekur/35244/ag3jog Mig ber aðeins á góma þarna, eða ekki góma, gómur minn myndar nokkur orð þarna, eða öllu heldur raddböndin og tungan, úr líkama sem greinilega er nývaknaður, og viðtalið nokkuð óvænt, sem ég lít á með mildilegum augum kristilegrar velvildar og alfyrirgefningar, maður skyldi forðast bráðræði. Þetta eru skemmtilegir […]

Þroskinn

Hvert fór umfjöllunin um þroska eiginlega? Ég á við: Hugmyndafræðilega. Eða heimspekilega. Það mátti segja að þegar meginlandsheimspeki og rökgreiningarheimspeki voru ríkjandi andstæður í heimspeki hafi þroskinn meira lent hjá rökgreiningarheimspekinni. Án þess að ég sé heimspekingur. Meginlandsheimspekin hugsaði meira um vanrækta afkima sögunnar, stöðu minnihluta, vald og þvíumlíkt — og svo voru auðvitað þeir […]

Hætta þessu í bili?

9. júní 2025

Í dag heimsæki ég aldagamlan fjölskylduvin sem álítur mig merkasta rithöfund þjóðarinnar. Hann er níræður en þetta eru engin elliglöp því hann hefur haft þessa skoðun lengi. Kannski er hann annar af tveimur mönnum sem hefur þessa skoðun. Reyndar er ég þó margmenni, eins og Eldjárn orðaði það. Kannski maður fari að segja þetta gott […]

Hið dularfulla ískur breiðir úr sér

6. júní 2025

Enn heldur ískrið sem ég fjallaði um hér og hér áfram að vekja fólk til umhugsunar. Og breiða úr sér. Auðvitað er ekki gerandi grín að því þegar hljóðverkfræðingur talar um lýðheilsuógn og fólk hyggst leita réttar síns, eins og segir í nýjustu fréttinni. Talað er um að þetta líkist tíðnisviði barnsgráturs. Það hlýtur að […]

Sendingar

5. júní 2025

Það er eitthvað við mig sem veldur því að ég hef alla tíð fengið slæðing af nafnlausum sendingum. Síðasta daginn sem símskeyti voru við lýði fékk ég símskeyti, ég veit ekki frá hverjum. Viðkomandi óskaði mér til hamingju með eitthvað, guð má vita hvað. Ekki hef ég heldur hugmynd um hver sendi mér bók um […]

Blístrið

4. júní 2025

Þá veit maður það. Hvinurinn sem ég gerði að umtalsefni hér er heyranlegur öðrum í hverfinu. Hugsanlega er þetta ískur í hinum forna banka sem þarna stóð en gerir ekki lengur. Þau fá tvo tóna þarna niður frá, að því er mér heyrist á upptökunni í fjölmiðlum. Við ræddum þetta feðgar. Fáum við tvo tóna? […]

Stokkurinn tómur og stoðar ei getur um að stækki hans mannspilaflokkur.

Hvinurinn frá öðrum tíma

2. júní 2025

Einu hef ég enn ekki áttað mig á hér á Hrísateig í höll minni þar sem á efri hæðinni ríkir annar tími innandyra en fyrir utan, skífusíminn stendur á borðinu, útvarpið er Telefunken, ritvélin er Corona og bækurnar safna vigt sinni í reglubundin flóð ofan úr hillunum. Þetta eina er hvinurinn sem kemur þegar hvessir. […]

Með hægð

31. maí 2025

Í hverfinu er ríkjandi ástand sól. Með hægð en af öryggi brjótast laufin út úr trjágreinum sem einhver hefur læst þau inni í refsingarskyni fyrir afbrot fyrri laufa. Grasið er hálfslegið og bíður eftir að ég kaupi sláttuvél eftir að það réði niðurlögum orfsins sem Helgi kurteisi gaf mér með því að vera kafgresi. Enginn […]

Um spaugilegar hliðar siðblindu

30. maí 2025

Auðvitað er siðblinda per se ekkert spaugileg, svona í augum þeirra sem verða fyrir barðinu á vondum verkum sem stafa af henni. Og stundum getur verið þreytandi að horfa á efni eða lesa bók sem gengur út á spaugilegar hliðar siðblindu, jafnvel þótt maður þekki fólk sem maður álítur siðblint, eða haldið vægri siðblindu, og […]

Eltihrellar

29. maí 2025

Eltihrellar eru af ýmsum toga en í grófum dráttum má skipta þeim i tvennt: Einhver ókunnugur eða einhver nákunnugur. Þótt ólíklegt megi virðast eru þeir fyrrnefndu hættuminni en hinir síðarnefndu. Menn sem elta ókunnugar konur á götum eru sennilega að elta fimm ókunnugar konur til viðbótar og líklega mun ekki koma til ofbeldis. Þeir hafa […]

Í búðinni

28. maí 2025

„Vertu ekki svona dramatískur,“ sagði konan í búðinni við unglinginn sem var himnalengja. „Dramatískur? Ég var að greinast með krabbamein sautján ára!“ svarað unglingurinn. Fólk í búðinni kinkaði kolli. Það voru breyttir tímar. Ungdómurinn sífellt sífrandi yfir öllu. Maðurinn með derhúfuna tók tvö, þrjú eða fjögur kíló af sykri úr hillunni og setti í körfu […]

Úr leik

25. maí 2025

Ég sé að hinir og þessir eru að gefa út bók, í nokkurra daga heimsókn minni á fésbók. Þakklátir, glaðir, uppmundir. Með í leiknum. Ég veit ekki hvort ég sakna þessa leiks. Skulda engum neitt og ekki heldur þakklæti. „Glaður láttu traðka á þér, þeir gera það sem er þér fyrir bestu. Gerðu þér það […]