Bókmenntir og gervigreind

1. október 2023

Í þarsíðustu bók minni er texti sem fjallar um framtíð þar sem gervigreind sér um að skrifa skáldverk. Raunar er gengið lengra því gervigreind sér líka um að lesa textann og gervigreind sér um ritdómana og gervigreind skrifar fræðigreinar um skáldskapinn og allt verður „sjálfbært“. Ekki nokkur lifandi sála les bækur lengur. Þetta var slappstikk […]

Fíkjukaktusar

30. september 2023

Nýverið vaknaði til lífsins, enn og aftur, og mér til nokkurrar ánægju bloggsíða sem kennir sig við kaktus og er ekki langt síðan fólk stakk sig á. En nú ber nýrra við. Og nú fer ég að skilja nafnið Kaktus. Ég hélt áður að honum væri ætlað að stinga, þótt ekki bæri sérlega mikið á […]

Guðbergur Bergsson

27. september 2023

Í eftirlitssamfélagi þar sem fylgst er með hverju fótmáli allra og upplýsingum safnað svo að nota megi til að selja fólki drasl er ekki einu sinni undankomuleið í dauðanum. Dauðinn er tilkynningaskyldur til alls kyns stofnana og að mér vitandi hefur ekki enn verið fært í reglugerðir að fólk megi gera það sem það vill […]

Urðaður í gjótu

25. september 2023

Ef ég skyldi nú finnast urðaður í gjótu eða ekkert heyrast til mín eða sjást eða lenda á vonarvöl, rægður og smáður, þá er það vegna þess að mér varð það á að rétta valdsmanni höndina í veislu eftir að hann hafði látið eins og ég væri loft svo það var æði áberandi, einkum þegar […]

Um ósáttina við Guð

24. september 2023

Og svo sem eins og Job. Hvílíkur níðingur reyndist Guð Job. Veðjaði við Satan um hvort Job væri í raun sanntrúaður og tók af honum allt ef vera kynni að Job væri aðeins trúr Guði vegna velgengni sinnar. Þá reiddist Job Guði. Og hvað hafði Guð fram að færa þegar upp var staðið? Ekkert — […]

Að toga ekki í spottann heldur tala

22. september 2023

Ég geri ráð fyrir að alla vega einhverjir hafi fengið nýja sýn á gildi þess að lýsa yfir neyðarástandi vegna hlýnunar jarðar eftir nýjustu tíðindi frá Bretlandi, sem lýsti yfir neyðarástandi vegna loftslagsmála árið 2019. Nú er það að frétta frá Bretlandi að Bretar hyggjast draga stórlega úr fjármagni til aðgerða vegna loftslagsmála, sem litlar […]

Til minningar —

8. september 2023

„En okkur skortir allan dug, við eigum ekki slíkan hug, engan Hómer, ekki neitt, ekkert nema röflið eitt. Margt eitt fól þótt stökkvi á stöng er stefnan bæði lág og röng. Staðreyndin er sem sagt sú að Sveinbjörn heitir Valbjörn nú.“ — Þ. E.

Hvernig má fremja sjálfsmorð af 30 metra færi með vélbyssu

23. ágúst 2023

Frétt RUV af dauða Yevgueni Prigozhins er ágæt að því leyti að hún er hlutlæg, sem er ekki í tísku. Hún leyfir manni að draga sínar eigin ályktanir. Nefnt er að Rússar séu byrjaðir á sinni eigin rannsókn á því hvernig það atvikaðist að Yevgueni Prigozhin, leiðtogi Wagner-liða, var einn þeirra sem lét lífið í […]

Hvunndagur

21. ágúst 2023

Það drífur fátt á daga mína sem er í frásögur færandi. Yfirleitt skrifa ég um abstrakt hluti á þessum vettvangi. Í gær fór ég í mat með börnum mínum til móður þeirra. Það var gaman. Í dag kom skáldið sjálft í heimsókn og dró mig síðan út á kaffihús þar sem við fengum okkur súrdeigsbrauð […]

Skák og mát

19. ágúst 2023

„Karlmenn töluvert betri í skák,“ kaus annar miðill af tveimur sem sögðu sömu frétt á Íslandi að hafa að fyrirsögn. Hinn miðillinn setti mun hlutlausari fyrirsögn og ekki grunlaust um að sá fyrrnefndi hafi verið á orðaveiðum, reynt að taka eitthvað úr samhengi sem sami viðmælandi sagði til þess að gera það grunsamlegt og fiska […]

Gervigreindin gefur út á Amazon

11. ágúst 2023

Gervigreindin er ekki lengur „hugsanlega“ fær um að búa til list heldur er hún byrjuð á því fyrir nokkru: Nú síðast skrifaði hún alveg upp á sitt einsdæmi skáldsögu, hannaði kápuna, setti hana á Amazon og bjó til mynd af höfundinum, sem var raunverulegur höfundur með raunverulegt nafn, hún hafði bara aldrei skrifað þessa bók […]

Regnbogaþvottur

4. ágúst 2023

Í frétt á íslenskum miðli er þess getið að regnbogafánar hafi verið skornir niður við bensínstöð í Öskjuhlíð og sagt að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist, margir regnbogafánar við margar bensínstöðvar hafi verið teknir niður á undanförnum árum og séu þetta skipulögð skemmdarverk sem beinist gegn hinsegin fólki. Og ekki bara […]

Mergðin

23. júlí 2023

Kannski er ekkert orð til á íslensku yfir fyrirbærið sem er ekki neikvætt. Alla vega koma nokkur í hugann sem ekki eru hlutlaus: Skríll, múgur, hópsál, lýður (sem þó er helmingur orðsins lýðræði), pakk … Fjöldi er þó tiltölulega hlutlaust og hópur líka. Eða mergð. Hópsál kemst kannski næst því sem ég er að hugsa […]

Réttttrúnaðarkirkjan

14. júlí 2023

Það hafa kannski ekki allir veitt því athygli en Rússneska rétttrúnaðarkirkjan er með útibú í Reykjavík. Sagði ég útibú? Kannski væri nær að segja kirkju. Þó er þetta einhver minnsta kirkja í heimi, svo lítil að það er varla pláss til að skipta um skoðun í henni, og er það vel við hæfi. Kirkjan stendur […]