Hér er ofið

„Hér er ofið,“ hefur staðið á þessari síðu um nokkra hríð og annað ekki. Hér er enn ofið en þó ekki í eiginlegum skilningi, jafnvel tæknihamlaðar manneskjur eins og ég sjálfur eiga að geta séð um það sem eftir er, að setja efni inn á síðuna.

Ef mér skjátlast ekki fer þessi færsla í flokk sem heitir „Norðanáttin“ og er hugsuð sem bloggsíða við hliðina á síðu til kynningar á rithöfundi, mér. Hér verður ekki ofið heldur bara skrifuð orð, þeir sem hafa hæfileika til að vefa sjá um að vefa, við hin gerum annað.

En þeim sem óf kann ég ævarandi þakkir fyrir. Ég tel hann til vina minna og ég tel hann líka til betri rithöfunda þjóðarinnar, pælara eða „hugsuðar“ í þeim skilningi sem áður hafði jákvæða merkingu en er orðið skammaryrði á tímum þar sem ekkert má vera flókið, allt skal vera pólaríserað og auðmelt.

Takk, Haukur Már.