Hreinsun

Ég nennti ekki að hafa vísi að nafni hér á þessu bloggi sem ég skrifa fyrir engan nema sjálfan mig og færði síðustu færslu í drög, eins og ég geri oft.

Nær væri að henda inn fullu skema, bókum mínum, þýðingum og verkefnum í vændum, taka til. Þetta er víst til sjálfsauglýsingar en ég nenni illa að auglýsa sjálfan mig. Í sumra augum er lífið eintóm samkeppni. Þá minnkar samkenndin ef ekki einnig verður til samkeppni í samkennd. Hvert erum við þá komin?