Frétt RUV af dauða Yevgueni Prigozhins er ágæt að því leyti að hún er hlutlæg, sem er ekki í tísku. Hún leyfir manni að draga sínar eigin ályktanir.
Nefnt er að Rússar séu byrjaðir á sinni eigin rannsókn á því hvernig það atvikaðist að Yevgueni Prigozhin, leiðtogi Wagner-liða, var einn þeirra sem lét lífið í flugslysi.
Sú rannsókn verður væntanlega lítið annað en lygaþvættingur. Svipað og þegar komist var að þeirri niðurstöðu að skeleggur gagnrýnandi stjórnar Pútins hefði framið sjálfsmorð af 30 metra færi með vélbyssu. þeim virðist standa á sama þótt skýringarnar séu svo ótrúverðugar. Hversu langar hendur þarf maður að hafa til að gera slíkt? Því er líkast sem rannsakendur hafi hreint gaman af að komast að sem fráleitustum niðurstöðum. Og finna þá eitthvað nýtt og annað og furðulegra en að viðkomandi hafi dottið út um glugga, stjórnleysingi farist af slysförum.
Ályktunin um flugslysið: Pútín lét drepa mann. Eins og svo oft áður.