Nóg sagt í bili, sumt sennilega ofsagt, annað vansagt, eitthvað ósagt eins og gengur. Stundum nota ég þennan vef til að skrifa skáldskap og birti hann ekki heldur vista sem Drög. Stundum er ég með ærsli og stundum alvöru. Stundum birti ég eitthvað vanhugsað og læt það svo hverfa, það er réttur minn. Hér stóð eitthvað um orðið „kjörþögli“ sem mér finnst að mætti hafa víðari skírskotun en það hefur, finnst jafnvel að fyrirbærið mætti vera í meiri notkun. Það var ekkert að þeim texta, maður velur eftir ýmsum leiðum hvað maður lætur hverfa og hvað ekki.
Stundum þarf maður hlé, þarf að beina skríbómaníu sinni og athygli annað. Kannski þangað til eftir jól, eitthvað slíkt.
Lifið heil.