Ég er búinn að saga eldhúsborðið í tvennt, leggja drög að málverkasýningu á stigaganginum, flytja heilt bílhlass af málverkum vestan úr bæ fyrir nefnda sýningu, sem mun verða varanleg nema hún verði það ekki, spartla bæði og sparsla, skrifa greinarkorn í bókablað hér í bæ, fá hugmynd að útgáfuteiti og kynna mér landslög um hitt […]
Norðanáttin
„In Holloway Jail“
10. nóvember 2024Þeir tóku kærustuna mína og fóru með hana í kvennafangelsið. Ég á enga kærustu og það er eftir því sem ég best veit ekkert kvennafangelsi á Íslandi lengur en það er alveg sama. Þetta er engu að síður synd og skömm og mér líður ekkert vel með þetta. Ég get ekki ímyndað mér að henni […]
Þriðji maðurinn
8. nóvember 2024Mest sit ég hér nýfluttur og horfi á veggina og velti fyrir mér litum. Dugnaðurinn er ekki í hámarki. En ég hef valið lit á einn vegginn, gulan lit sem gengur undir nafninu Gullgrafarinn. Eða eins og ég skil það á ensku: Gullgrafari í merkingunni manneskja sem leitast við að komast yfir fé með því […]
Popúlisminn
7. nóvember 2024Það þarf kannski ekki að segja það og er aðeins til að æra óstöðugan en seinna kjörtímabil Trumps mun ekkert líkjast því fyrra. Það verður miklu verra. Fyrir mörgum áratugum, í seinni heimstyrjöldinni, var til stór hópur kjósenda sem fór fram á að Roosevelt tæki sér alræðisvald vegna kringumstæðna. Roosevelt gat það en gerði það […]
Ofviðrið (hljóðljóðabók) o.s.frv.
3. nóvember 2024Kannski er það ekki klókt að rithöfundum og listamönnum sé látið eftir að kynna eigin verk á félagsmiðlum. Athæfi sjálfsupphafningar er varla sérlega göfugt og hlýtur að slá marga út af laginu. Getur verið niðurlægjandi. Það er svolítið eins og gamli frasinn „maðurinn á bakvið verkið“ hafi snúist við og nú sé það „maðurinn fyrir […]
Tíðarandar sögunnar
23. október 2024Þýski heimspekingurinn Georg Wilhelm Friedrich Hegel hafði á orði að það væri ekkert hægt að læra af sögunni nema að ekki væri hægt að læra neitt af sögunni. Ekki fáir hafa tuggið þetta upp eftir Hegel. Þó er frasinn óttalegt þunnildi, eiginlega lítið annað en hótfyndni. Kannski tilbrigði við sömu hugsun og að sagan endurtaki […]
Sástu nafnið?
17. október 2024Hvað sem öðru líður: Sástu annars nafnið hans í dánartilkynningunum? Hann er dauður. Ja, hreint ekki dauður, meira svona steindauður. Eins og svo margir óskuðu og eins innilega og þeim varð að ósk sinni. Ekkert er nýtt, ekki heldur slaufunarmenningin, sem nú er á undanhaldi. Þó kunna að leynast stöku kríp sem vonar á, heitt […]
„Það þarf að ná til unga fólksins“
30. september 2024Einhver sú mesta frasavitleysa sem menningarsinnað fólk lætur út úr sér er að það þurfi að ná til unga fólksins. Af hverju þarf að ná til unga fólksins? Hver sá sem rekur inn nefið í Hannesarholt þar sem mikil menningarstarfsemi fer fram, myndlistarsýningar og uppákomur, sér strax að þar er allt fullt af gömlu fólki. […]
Sigurvegararnir
26. september 2024Liðin eru nokkur ár frá því að staðan í Bandaríkjunum var sú að þrír ríkustu Bandaríkjamennirnir áttu meiri auð en neðstu 50%, eða 160 milljón manns. Þessi misskipting hefur færst talsvert í aukana frá því árið 2017 þegar þetta var staðan. Nokkrar hræður, 1-3% bandarísku þjóðarinnar, á meira en allur þorri hennar samanlagður. Þeir eiga […]
Þarna í fjarskanum
11. september 2024Það var orðið áliðið og um leið og hann þreif í öxl mína skipaði hann: «Farðu nú og dreptu son þinn fyrir mig» Svona nú — svaraði ég brosandi — ertu kannski að atast í mér? «Sko, ef þú vilt ekki gera það er það þitt mál, en mundu hver ég er, og farðu þá […]
Lífsregla
31. ágúst 2024Það er ein lífsregla sem öðrum fremur er þess virði að læra. Hversu margar bækur sem þú lest er óvíst að þú finnir hana. Sjálfur var ég svo heppinn að stelpa sem ég þekkti sagði mér hana þegar ég var 21 árs. Eins og fara gerir um reglur gleymist hún og rifjast upp á ný […]
Mersol
28. ágúst 2024Hamingjan er heit byssa
26. ágúst 2024Það virðist ekki merkja neitt í fyrstu og kannski er það í ætt við yrkingar Ezra Pound í persónulegheitum því það kom til vegna þess að Lennon kom auga á forsiðu á byssutímariti úr fórum George Martin sem var með fyrirsögninni: Happiness is a warm gun. Ekkert er heilagra en heit byssa rétt eftir að […]
Samkeppni
22. ágúst 2024Samkeppni smýgur inn á öll svið tilverunnar, þar með talda listina, og samvinnan víkur. Svo mjög að sjálf samkenndin verður að samkeppnisgrein og sá sem mesta samkennd sýnir hefur sigrað, svo mjög sem það angar af „doublespeak“ Orwells. Í samkeppni er allt leyfilegt og fólk keppist við að lofa gæði samkeppninnar sem slíkrar og dylja […]