Norðanáttin

Éttu skít — hann er hollari en þú heldur

26. október 2023

Þeir sárafáu sem hingað leggja leið sína má með góðri samvisku ráðleggja að éta skít. Skítur er ekki það sama og skítur. Sumt af skít — allt fer þetta eftir skítandanum og hvaða dýrategund hann tilheyrir — er meinhollur og fullur af næringarefnum sem aðrar dýrategundir sárlega skortir. Hér áður var mannaskít blandað saman við […]

Bókmenntaverðlaun (reprise)

22. október 2023

Bókmenntaverðlaun sem fyrirbæri eru tiltölulega ný af nálinni. Nítjánda öldin átti sín bókmenntaverðlaun en það er fyrst með massamarkaðssetningu á bókmenntum á tuttugustu öld sem þau taka að blómstra uns það verður svo að það að fá bókmenntaverðlaun eða fá þau ekki getur skipt sköpum í ferli höfundar, skilið á milli feigs og ófeigs. Að […]

Hórur og mellur og huldufólk

18. október 2023

Fésbókin mín tók upp á að opna sig sjálf að mér forspurðum. Þetta er gert markvisst, fólki torveldað að láta af fíkn sinni með því að gera það flókið að afskrá sig og skrá fólk svo bara aftur inn óforvarendis. Ég fékk son minn til að skrifa inn lykilorðið og tókst að loka síðunni aftur […]

Fjörutíu börn? Rangt.

17. október 2023

það er meira en lítið ískyggilegt að evrópskar þjóðir á borð við Bretland, Frakkland og Þýskaland banni göngur til stuðnings ákveðnum málsstað, banni að sýna palenstínska fánann. Tjáningarfrelsið snýst ekki síður um réttinn til að tjá rangan málstað en göfugan. Ísland er ekki eitt þeirra ríkja. Í gær sá ég trukk á götu með stóran […]

Ísak og boltinn

15. október 2023

Áðan var keppt í Laugardal fyrir Ísak sem er vallarvörður og hefur verið í sex ár, er með atvinnuleyfi og sérlega vinsæll starfsmaður (sem og leikmaður) en á að vísa úr landi á næstu dögum þar sem honum varð það á að sækja um hæli á Íslandi í öndverðu og mál hans hefur farið marga […]

Persónufornöfnin og bréfritarinn, ráðgjafi keisarans

12. október 2023

Kyndugt þetta með að tala um sjálfan sig í þriðju persónu, eins og tíðkast á vissum sviðum og reyndar færist almennt í aukana. Rómverskir keisarar gerðu þetta. Margir fjölmiðlar gera þetta, einkum í óundirrituðum skrifum, fréttaritari segist mættur á vettvang, ef þeir eru fleiri en einn þurfa þeir að nota þriðju persónu fleirtölu, sem hlýtur […]

Skýringar

10. október 2023

En fyrst þó stóuspeki dagsins: Hataðu engan, haltu vinum þínum nálægt þér en óvinum þínum nær. Misstu aldrei hugarróna. Taktu þig til af og til og svífðu á fólk eins og persóna úr bók eftir Dostojevskíj eða Sulti eftir Hamsun og talaðu ruglingslega og afsakandi og gerðu allt sem þú getur til að rugla þetta […]

Skraddararnir

3. október 2023

Það er erfitt að sjá að stætt sé á þeirri skoðun í dag að hinir svokölluðu lúddítar hafi ekki að minnsta kosti að einhverju leyti haft rétt fyrir sér: Sparnaður með tæknivæðingu kemur ekki aðeins niður á gæðum vörunnar heldur er sú aðferð líkleg til að valda atvinnuleysi í iðngreininni. Áðan fór ég í búð […]

Forðist múrara og silkiorma

2. október 2023

Á náttborðinu mínu (ég á ekkert náttborð, sem náttborð nota ég píanó sem getur breytt sér í öll önnur hljóðfæri því það gengur fyrir rafmagni, á borði Karólínu langömmu minnar eru flestar bækurnar sem eru í lestri) eru tvær bækur: Biblían og Vegamyndir. Sú síðarnefnda er safn ljóða og smáprósa eftir Óskar Árna Óskarsson með […]

Bókmenntir og gervigreind

1. október 2023

Í þarsíðustu bók minni er texti sem fjallar um framtíð þar sem gervigreind sér um að skrifa skáldverk. Raunar er gengið lengra því gervigreind sér líka um að lesa textann og gervigreind sér um ritdómana og gervigreind skrifar fræðigreinar um skáldskapinn og allt verður „sjálfbært“. Ekki nokkur lifandi sála les bækur lengur. Þetta var slappstikk […]

Fíkjukaktusar

30. september 2023

Nýverið vaknaði til lífsins, enn og aftur, og mér til nokkurrar ánægju bloggsíða sem kennir sig við kaktus og er ekki langt síðan fólk stakk sig á. En nú ber nýrra við. Og nú fer ég að skilja nafnið Kaktus. Ég hélt áður að honum væri ætlað að stinga, þótt ekki bæri sérlega mikið á […]

Guðbergur Bergsson

27. september 2023

Í eftirlitssamfélagi þar sem fylgst er með hverju fótmáli allra og upplýsingum safnað svo að nota megi til að selja fólki drasl er ekki einu sinni undankomuleið í dauðanum. Dauðinn er tilkynningaskyldur til alls kyns stofnana og að mér vitandi hefur ekki enn verið fært í reglugerðir að fólk megi gera það sem það vill […]

Urðaður í gjótu

25. september 2023

Ef ég skyldi nú finnast urðaður í gjótu eða ekkert heyrast til mín eða sjást eða lenda á vonarvöl, rægður og smáður, þá er það vegna þess að mér varð það á að rétta valdsmanni höndina í veislu eftir að hann hafði látið eins og ég væri loft svo það var æði áberandi, einkum þegar […]

Um ósáttina við Guð

24. september 2023

Og svo sem eins og Job. Hvílíkur níðingur reyndist Guð Job. Veðjaði við Satan um hvort Job væri í raun sanntrúaður og tók af honum allt ef vera kynni að Job væri aðeins trúr Guði vegna velgengni sinnar. Þá reiddist Job Guði. Og hvað hafði Guð fram að færa þegar upp var staðið? Ekkert — […]