Stolt
Metnaðargirnd
Öfund
Afbrýði
Viðkvæmni
Léttúð
Feimni
Árásargirni
Baktal
Lygar
Hroki
Fordómar
Farðu yfir orðin í huganum og mátaðu hvert og eitt þeirra við sjálfa(n) þig, ekki aðra. Sýndu svolitla aðgangshörku en þó ekki svo mikla að hún valdi þér skaða því sjálfsgagnrýni er ekki holl í of miklum mæli. Mátaðu orðin við ólíkar kringumstæður sem þú hefur lent í að undanförnu. Svaraðu heiðarlega og án undanbragða og reyndu að koma upp hreinu andrúmslofti sem er laust við dómhörku. Gerðu þetta í tíu mínútur. Endurtaktu svo daglega í tíu daga.
Ég sjálfur ætla ekki að gera neitt við þær upplýsingar sem fram gætu komið, enda berast þær ekki til mín og ég er upptekinn við að gera það sama við sjálfan mig með sama orðalista.