Bækur eftir Hermann Stefánsson

Millibilsmaður

Millibilsmaður er skáldsaga sem kom út árið 2022.

Umsagnir

„Líklega ein besta bókin í ár, eða sú besta. Það er aldrei vænlegt ad reynað finna merkingu í list, en stundum gargar hún á mann. Hvað ef hvatinn og hugmyndin ad siálfstæði landsins hafi komið frá handanheimum í gegnum miðil?

En, albesta bók ársins, til hamingju Hermann og áfram med smörið.“

Gímaldin, fésbókarsíða

*

„Millibilsmaður er afar óvenjuleg bók og sérlega áhugaverð. Reykjavík andatrúarmanna og skeptíkera þeirra fyrir rúmum hundrað árum stendur í huga lesandans ljóslifandi að lestri loknum. Tíðarandanum miðlar höfundurinn af stakri fagmennsku, það er sindrandi fjör og gáski í textanum og af frásögninni stafar ástúð í garð umfjöllunarefnisins.“

Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, Bókmenntavefurinn

*

„Millibilsmaður Hermanns Stefánssonar er frábær söguleg skáldsaga, skrifuð af mikilli íþrótt og næmni fyrir því sem er framandlegt og mótsagnakennt í sögunni. Eins og allar góðar rannsóknir á fortíðinni bregður hún bæði ljósi á það sem var og á okkar eigin samtíð.“

Jón Yngvi Jóhansson, Stundin

*

„Nýjasta skáldsaga hans, Millibilsmaður (2022), er eins konar söguleg skáldsaga frá upphafsárum Íslands nútímans en efnistökin svo nýstárleg að hún á ekki sinn líka í þeim hóp, annað orð sem mætti nota er hugmyndaskáldsaga en það form er fágætt á Íslandi og í verkinu er fetað áhugavert einstigi þess ótrúlega, skáldaða og sanna.“

Ármann Jakobsson, Bókmenntir og listir

*

„Skáldsaga Hermanns Stefánssonar – „Millibilsmaður“ – er stórskemmileg og margt er þar kostulegt að finna og drepfyndið, þótt hinar stærri tilvistarspurningar séu ekki langt undan. Sagan er skrifuð af miklu stílfengi og unnendur íslenskunnar verða ekki sviknir, en slíkar skáldsögur hafa verið of fáar hin síðustu ár. Ég mæli með þessari bók.“

Davíð Þór Björgvinsson, blogg

*

„Byggir brýr milli fortíðar og nútíðar“

Jórunn Sigurðardóttir, Orð um bækur, Ruv

*

„Honum þykir mjög skemmtilegt fá stemninguna í Reykjavík á þessum tíma þar sem fólk var heltekið af þessum hugmyndum. Enda skiljanlega, ef menn sjá fyrir sér að þetta sé raunverulegt og til þá ættum við náttúrulega ekkert að hugsa um neitt annað, ég get alveg tekið undir það.“

Þorgeir Tryggvason, Kiljan 

*

„Í senn skemmtileg og spennandi.“

Bergþóra Gísladóttir, blogg

„Þetta er stórskemmtileg saga, skrifuð á frumlegan hátt og mikilli orðgnótt. Hermann er fyndinn og byggir kímnina á úrdrætti eða því sem á ensku kallast understatement. Það er sérstaklega skemmtilegur húmor. Hann gerir sér líka að leik að rifja upp flámælið, stafsetningu gamals tíma og orðfæri. Mikið var gaman að sjá zetuna dansa aftur um síðurnar.“

„Hermann fann í honum (spíritismanum) auðugan og athyglisverðan efnivið og vann úr því einstaklega flotta skáldsögu.“

Steingerður Steinarsdóttir, blogg

*

Egill Helgason, viðtal, Kiljan.