Það var orðið áliðið og um leið og hann þreif í
öxl mína skipaði hann:
«Farðu nú og dreptu son þinn fyrir mig»
Svona nú — svaraði ég brosandi — ertu kannski
að atast í mér?
«Sko, ef þú vilt ekki gera það er það þitt
mál, en mundu hver ég er, og farðu þá ekki að
kvarta eftir á»
Satt segirðu — heyrði hann mig svara — og hvar
viltu að ég fremji þetta morð?
Þá sagði Hann, eins og það væri gnauðið
í vindinum sem talaði:
«Í fjarskanum, í hinum heillum horfnu fjallgörðum Chile»
— Raúl Zurita (eitt helsta skáld Rómönsku Ameríku)