Ég man ekki betur en að Geirlaugur Magnússon, ljóðskáld, hafi notað ofangreinda biblíutilvísun í ljóði.
Lesendur þessa bloggs ná ekki alveg tölunni tólf heldur flökta þeir frá tveimur upp í fimm, og svo nokkur hundruð eða jafnvel þúsund ef maður — eða einhver annar — ómakar sig og vísar í skrifið í helgidómi allra miðaldra landsmanna, Facebook.
Fyrir þá kannski fimm sem lesa má vísa í skrif um prófarkalestur á RÚV sem birtist á Vísi í dag undir heitinu „„Hristir í stoðum“ RÚV?“
Að vísu fór ég ráðherravillt og gleymdi nýrri verkaskipan, svo oft er skipt um heiti á ráðuneytum að til vandræða horfir því kennslubækur verða óðar úreltar með vísunum sínum í löngu horfin ráðuneyti og stofnanir.
Kannski má skjóta mig fyrir það. Ef ekki dugir að þegja eins og gerist og gengur í samfélagi undir ritskoðun eða láta eins og sá sem skrifar sé hreinlega ekki til, þótt illa sé að verki verið eins og hann bendir á.
Að vísu er það líka alveg rétt. Ég er ekki til og hef aldrei verið.