„Við erum alltaf að hittast,“ man ég að Sigga Steina sagði í síðasta sinn sem ég sá hana en þá höfðum við hist á förnum vegi þrisvar með örstuttu millibili. Ég man þegar ég kynntist Siggu Steinu fyrst eins og það hefði gerst rétt fyrir það. Þá var hún spænskukennari minn í MH. Hún var […]
bella
Fúli kallinn á stallinum
11. apríl 2025Vísir.is, 24. mars, 2025 (Tímabær orð um versta rithöfundarviðtal allra tíma) Er rétt að rifja upp versta höfundarviðtal íslenskrar bókmenntasögu? Já, ég held það. Það koma netgusur og þær komast í hámæli og svo hverfa þær og gleymast og það versta er, eins og spænski rithöfundurinn Javier Marías orðaði það: Tími leiðréttinganna er liðinn. Það merkir […]
Sorg
11. mars 2025Bíslagið #5 — lokapistill í Lestinni, RUV Það dettur margt upp úr gervigreindinni. Fyrir nokkru tók ég þátt í að þróa svokallaðan talgreini, sem sé forrit sem skrifar niður talað mál. Það var merkilegt að fylgjast með hversu hratt honum fór fram. Í upphafi skrifaði hann tómt bull eftir fólki en svo náði hann sér […]
Ásgeir H.
3. febrúar 2025Mér þótti mjög vænt um að Ásgeir H. Ingólfsson skyldi biðja mig sjálfur að koma norður á Lífsvökuna. Ég kom daginn fyrir hana. Gjarnan var Ásgeir mér félagsskapurinn hinn besti þegar ég stundaði það mest að fara norður til Akureyrar til að skrifa — í Spennustöðinni þar sem ég gisti núna líka. Mér brá ansi […]
12. janúar er frátekinn: Sígildur sunnudagur
15. desember 2024þegar Bob Dylan fékk Nóbelsverðlaunin hafði Leonard Cohen á orði á pallborði að í sínum huga jafnaðist þetta á við að næla medalíu á Mount Everest fyrir að vera hæsta fjallið. Ef vísanaheimur texta beggja er borinn saman mætti segja að nær hefði verið að næla medalíuna í Cohen, fremur en Dylan, því vísanir þess […]
Svarthvít jól
14. desember 2024Áðan rak ég augun í fyrirsögnina: „Fjórar manneskjur með sjálfsvígshugsanir fengu aðstoð lögreglu á einu kvöldi“. Þegar ég opnaði fréttina var haft eftir framkvæmdastýru Pieta-samtakanna að „það beri að líta alvarlegum augum.“ Já, ég hefði haldið það, með minn biksvarta húmor, eins og ekki sé nóg að fjórar manneskjur hafi verið með sjálfsvígshugsanir á einu […]
Öskukallar og rusl og bókarkápa
12. desember 2024Svei mér þá ef þetta er ekki hann Garðar öskubílstjóri sem situr við stýrið á öskubílnum framan á nýrri bók Halldórs Armands, Mikilvægt rusl. Ég man vel eftir Garðari. Við unnum saman, hann var bílstjóri og ég öskukall. Hann þá nokkru eldri en hann er á myndinni. Sjálfur hefði ég tekið Þórólf fram yfir hann, […]
Hugsanir vegfaranda
11. desember 2024„Ósköp er barnið eitthvað seint til gangs,“ hugsar konan. Ég veit að hún hugsar það því ég sé það á henni. Það er ekki eins erfitt og fólk heldur að lesa hugsanir. En ég bjóst samt allsekki við að hún væri að hugsa einmitt þetta, þar sem hún gengur í öfuga átt við mig sín […]
Tjáningarfrelsi á táknmáli #3
10. desember 2024Blindur leiðir blindan og ég sé að blinda konan leggur fingurinn á streng fiðluleikarans um leið og hann byrjar að leika. Þannig fær sú blinda heyrt tónlistina. Titringurinn berst beint inn í taugakerfi hennar. Áður gekk hún daglega framhjá húsi mínu við Bjargarstíg og rak stafinn í gluggana í hvert sinn en nú er hún […]
Synir himnasmiðs: Rannsókn karlmennskunnar
8. desember 2024Einkenni á vondum skáldverkum er að í þeim eru alvondar og algóðar persónur. Eða er það? Eru ekki einmitt til alvondar og algóðar persónur og verður ekki að lýsa þeim? Það getur verið. Og ef þetta eru þannig bækur, verk með ævintýrablæ, getur þetta verið kostur. En ef það eru skáldverk sem maður gerir þær […]
„Hvar hafa dagar …?“
7. desember 2024Ég ljósmyndast sífellt verr. Það kann að eiga sér fótógenískar eða tæknilegar skýringar, snúast um uppstillingu og sjónarhorn, ljós og skugga. Það kann líka að stafa af því að ég verð sífellt ljótari, feitari, hrukkóttari, gráhærðari, eiginlega alger hryggðarmynd. Hvað varð eiginlega um vor lífsins og grænu laufin á smáfuglafylltum trágreinunum? Gyllinæðin kemur ekki fram […]
Ögn af verðskulduðu lofi
Eftir því sem ég hef best séð er Hildur Knútsdóttir, rithöfundur, nokkurn veginn alveg ein um það að hafa vakið athygli á samningum útgáfurisans Storytel og hvað rithöfundar bera (eða bera ekki) úr býtum. Það er langt síðan hún byrjaði. Þá gerðist hún nýverið eini rithöfundurinn sem fylgdi lögum sem banna launaleynd og birti opinberlega […]
Mikil reikistefna yfir engu
6. desember 2024Much ado About Nothing með hljómsveitinni Waxahatchee kemst á lista tímaritsins Pitcfork yfir 100 bestu lög ársins 2024. Waxahatchee er ekki beinlínis hljómsveit heldur farvegur fyrir góðan og einstaklega hæfileikaríkan lagahöfund, Kathryn Crutchfield. Ég deili ekki skoðuninni, hún getur gert miklu betur og hefur gert það í fortíðinni. Það er heldur eins og hún sé […]
Umræða um listamannalaun
Margt í þessu en ég held að allir séu málefnalegir hér.