Eftir því sem ég hef best séð er Hildur Knútsdóttir, rithöfundur, nokkurn veginn alveg ein um það að hafa vakið athygli á samningum útgáfurisans Storytel og hvað rithöfundar bera (eða bera ekki) úr býtum. Það er langt síðan hún byrjaði. Þá gerðist hún nýverið eini rithöfundurinn sem fylgdi lögum sem banna launaleynd og birti opinberlega […]
bella
Mikil reikistefna yfir engu
6. desember 2024Much ado About Nothing með hljómsveitinni Waxahatchee kemst á lista tímaritsins Pitcfork yfir 100 bestu lög ársins 2024. Waxahatchee er ekki beinlínis hljómsveit heldur farvegur fyrir góðan og einstaklega hæfileikaríkan lagahöfund, Kathryn Crutchfield. Ég deili ekki skoðuninni, hún getur gert miklu betur og hefur gert það í fortíðinni. Það er heldur eins og hún sé […]
Umræða um listamannalaun
Margt í þessu en ég held að allir séu málefnalegir hér.
Júdasarguðspjallið
4. desember 2024Ekki aðeins á maður að lesa biblíuna heldur líka apókrýfu ritin, þessi sem týndust og fundust við Dauðahafið, lágu lengi undir skemmdum en var svo bjargað, ritunum sem komust ekki inn í kanónuna, biblíuna, eða þá voru beinlínis fordæmd, bönnuð og hötuð. Ástæðan: Annars skilur maður ekki vestræna siðmenningu. Ansi margir segjast forðast rit með […]
Kosningarnar
1. desember 2024Nei, ég ætla ekki að hafa um þau mörg orð. Kaus utankjörfundar, gef aldrei upp hvað ég kýs, fylgdist með kosningasjónvarpinu og fannst Hraðfréttir bráðskemmtilegar, ég hef ekki séð þær í mörg ár. Horfi lítið á sjónvarp. Megindrættir úrslitanna koma ekki á óvart. Kristrún lagði spilin á borðið í spjallborði formanna þegar leið á nóttina. […]
Skáldskapur og dómafordæmi, „dauð og ómerk“ orð og ritstuldur, höndlun veruleikans í skáldskap
30. nóvember 2024Það vantar dómafordæmi á Íslandi um skáldskap. Punktur. Ritstuldur, dauð og ómerk orð, ómálefnaleg og illskeytt meðferð í skáldskap á fyrirmyndum úr raunveruleikanum. Fyrir dóm. Punktur. Ummæli rithöfunda um aðra rithöfunda: Fyrir dóm með þau, takk. Punktur. *** Nú kannski segir einhver: Er það ekki eins gott að enginn kæri? Eru ekki lögsóknir á hendur […]
„Svörtudagar“
29. nóvember 2024Augljóslega er „svörtudagar“/„svörtudagur“ búið að vinna sem nýyrðið yfir „Black Friday“. Eftir því sem næst verður komist varð verslunin 66°Norður fyrst til að nota orðið árið 2017. Því vex nú ásmegin og sífellt fleiri nota orðið.
Tjáningarfrelsi á táknmáli #2
28. nóvember 2024Ástæða þess að múrarnir féllu: Orðin og blæbrigðin nægðu til að skilja okkur að.
Vitlíkið
Í svipaðri merkingu og „smjörlíki“ eða „bjórlíki“, eitthvað sem líkist því sem það hermir eftir. Auðvitað með aukamerkingunni „lík“. Ég hef gleymt hver bjó til nýyrðið en það var ekki ég. Af og til tekur maður stöðuna á gervigreindinni. Hellir sér af nokkurri festu út í ólíkar tegundir hennar, þessar sem eru á færi almennings, […]
Miðflokkurinn (og fleira)
Annars má bæta því við síðustu færslu, um Íslensku bókmenntaverðlaunin, að eina bókin sem ég hef lesið, í einhverju formi alla vega, af þeim tilnefndu er Moldin heit eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur. Hún var lokaverkefni í Ritlist, leiðbeinandinn var Bergþóra Snæbjörnsdóttir, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, og prófdómarinn var ég. Ég mæli heilshugar með bókinni. […]
Íslensku bókmenntaverðlaunin
27. nóvember 2024Aðstandendur Íslensku bókmenntaverðlaunanna hafa fyrir löngu komið sér upp hringlaga rökum til að forða því — guð sé oss næstur! — að nokkrar bókmenntalegar umræður skapist í kringum verðlaunin. Rökin eru tvíliða: Eiríkur heitinn Guðmundsson fékk að kenna á þessari tvíliðu þegar hann eitt sinn gerði tilraun til að taka lið 1 á orðinu og […]
Ég trúi á bókmenntir
24. nóvember 2024Mér finnst alltaf fallegt þegar fólk segir þessa setningu: Ég trúi á bókmenntir. En á sama tíma kemst ég í vanda. Trúi ég á bókmenntir? Er það skandall ef ég trúi ekki á bókmenntir? Eru það hártoganir ef ég hugsa með sjálfum mér að það fari eftir því hvað bókmenntir séu, hvernig bókmenntir það séu […]
Þar sem eyjurnar fljóta
Megnið af ruslinu sem myndar risaeyjurnar sem fljóta um heimshöfin hingað og þangað er ekki komið frá neytendum sem henda öllu jafnóðum heldur frá framleiðendun sem framleiða alltaf meiri og fleiri vörur til að auka úrvalið og minnka notkunartímann, í því skyni að breyta hegðun neytandans. Megninu af stöðugt nýjum vörulínum er hent. Maður á […]
Tjáningarfrelsi á táknmáli
21. nóvember 2024Hann rétti einkennisklædda manninum þjáningu sína að hreinu formsatriði, að því er hann hélt, til vottunar á persónu sinni, auðkenni og ferðafrelsi. Sá einkennisklæddi rétti honum hið afhenta til baka og sagði: „Þetta gildir ekki til inngöngu í ríki mitt.“ „Hvers vegna?“ spurði maðurinn. „Þjáning þín,“ sagði sá einkennisklæddi, „er eins og dauf og óskýr […]