Á biðstofunni var beðið um stimplað og vottað og undirritað vottunareyðublað sem sú stofnun sem helst sér landinu fyrir skrifræði krafði um. Allir á biðstofunni voru með öllu fastir í símanum sínum. Þetta var próf í eftirtekt og athyglisgáfu. Aðeins ég virti fyrir mér fólkið sem virti fyrir sér símana sína. Eins og þeir væru ryksugur fyrir athyglina og einbeitinguna.
Svo var öllum smalað niður stiga og prófið fór fram á spjaldtölvu. Allir þurfti að leggja farsímana sína á borð umsjónarkonunnar meðan prófið fór fram á spjaldtölvunni.
Það ættu að vera gömul tímarit á biðstofunum en þeirra gerist ekki lengur þörf. Lúddídarnir eru í minni hluta. Þeir fylgjast með hinum í dásvefni yfir vélunum.