Ástæðurnar fyrir því að Svarti listinn (The Blacklist) nær ekki að verða nema næstum-því afburðagóð sería, á þeim tímum þegar skáldskapurinn heldur til í sjónvarpsseríunum og dafnar best á því formi, eru nokkrar. Í fyrsta lagi geta ekki allar seríur verið afburða. Í öðru lagi þarf meira til en leikara eins og James Spader, en […]
Norðanáttin
Engin aksjón
26. ágúst 2025Það er engin aksjón og mér drepleiðist. Hundarnir hafa verið kallaðir heim á bæ og eftirleitir eru hafnar, ákveðið var að hafa þær á undan leitum þetta árið og á undan allri smölun af fjöllum og öllum réttum, byrja á endanum, enda á röngunni, það er rok og ég er ekki símasjúklingur. Samhengi? Hvað varðar […]
Orð skulu standa — líka þau um kallinn á stallinum
Það er líklega rétt að ég ítreki birtingu á grein frá því í mars með hlekk. Svona til marks um að ég stend við hana. Orð standa. Enda hefur henni ekki verið svarað í neinu, til þess standa engin málefni og engar réttlætingar á framferði, þótt vel megi láta sér koma til hugar að höfundurinn […]
Uppljóstranir
Fólk njörvar niður merkinguna í eigin augum með uppljóstrunum um hvaðan hún komi, ekki hver hún sé og hvaða anda hún beri með sér. „Þessi segir þetta af því að hann/hún er þannig eða hinsegin,“ hugsar fólk með sér og heldur að þar sé kjarninn lifandi kominn, ekki síst vegna þess að fólk lýgur að […]
Gott viðtal
22. ágúst 2025Eftir mínútu 29: Jón Hallur, Mansöngvar
Of mikið í húfi
10. ágúst 2025Þessi hugsun, þetta tilfinningalega ástand, þessi grunur, þessi vissa: Það er of mikið í húfi. Ég/við getum ekki bakkað núna. Jafnvel þótt í ljós hafi komið að rangindi voru í spili og við höfum veðjað á rangan hest. Ég á ekki við neinar sérstakar kringumstæður og held að þessi tilfinning geti átt við um hvað […]
Mansöngvar
8. ágúst 2025Út er komin tvöfalda platan Mansöngvar með lögum og textum Jóns Halls Stefánssonar. Á þriðjudaginn verða útgáfutónleikar í Hörpunni. Um undirleik sér Jón Hallur, sem spilar á píanó og syngur, Ólafur Björn Ólafsson úr Sigurrós á trommur og Bragi Ólafsson Purrkur með meiru á bassa, auk undirritaðs, sem að vísu er talsvert frægari en þeir […]
Biðstofurnar
7. ágúst 2025Á biðstofunni var beðið um stimplað og vottað og undirritað vottunareyðublað sem sú stofnun sem helst sér landinu fyrir skrifræði krafði um. Allir á biðstofunni voru með öllu fastir í símanum sínum. Þetta var próf í eftirtekt og athyglisgáfu. Aðeins ég virti fyrir mér fólkið sem virti fyrir sér símana sína. Eins og þeir væru […]
Vafasamar „siðferðislegar“ hindranir í vegi viðskiptatækifæra íslenskra lífeyrissjóða
4. ágúst 2025Eins og blaðamaður Sýnar greindi frá í frétt í sumar á vefmiðlinum Vísi standa íslenskir lífeyrissjóðir frammi fyrir þeim ósköpum að í vegi þess að sjóðirnir geti sinnt samfélagslegri ábyrgð sinni eru hindranir af meintum siðferðislegum toga. Málið er sem sé þetta: Lífeyrissjóðunum, sem stofnsettir voru til að tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld, er fyrirmunað, út […]
Gím ha?
2. ágúst 2025Það er mikið fagnaðarefni að Auður Jónsdóttir rithöfundur og Eyrún Magnúsdóttir spjótkastari hyggist stofna nýjan fjölmiðil, eins og lesa má um hér: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-07-31-gimaldid-verdur-fjolmidill-449920 Ekki er verra að miðillinn á að „rúma margar raddir og greina frá ólíkum hliðum flókinna mála“. Fjölmiðillinn hefur fengið heiti: „Gímaldið“. Eyrúm lýsir nafninu sem „skemmtilegu, fyndnu og skrýtnu.“ og Auðir […]
Þrælar
Ég lét gabba mig. Eða ekki beinlínis gabba, smáræðis sviðsetningaratriði í sjónvarpsþáttum leiddi mig afvega. Sjónvarpsþættirnir voru Roots, Rætur. Þeir voru sýndir í sjónvarpinu korter í fornöld, á þeim sæludögum þegar við vorum bekkurinn í hippaskólanum Fossvogsskóla og kennarinn var Sverrir Guðjónsson, kennari lífs míns sem bjargaði eitt sinn lífi systur minnar, og við sátum […]
Bergþóra Gísladóttir
29. júlí 2025Ég veit ekki hvaða lýsing væri best á Bergþóru Gísladóttur sem jarðsett var í gær, mánudaginn 28. júlí, og ósennilegt að mér tækist betur til en eiginmanni hennar, Erling Ólafssyni, sem flutti minningarorð um hana í Fossvogskirkju, sem má segja að hafi verið mannlýsing, eins auðugar og slíkar geta verið, nú, eða hvað þá Bergþóru […]
Í mörgu lagi
26. júlí 2025Í fyrsta lagi skyldi ekki taka of mikið mark á því sem fólk segir um annað fólk því það er yfirleitt að tala um sig sjálft og það sem fer í taugarnar á því sjálfu við sjálft sig og varpa því yfir á aðra. Í öðru lagi er ekki mannkostur að vera umtalsillur, sýnir fyrst […]
Framtíð mannkyns
18. júlí 2025„Framtíð mannkyns“ er komin út. Á Tidal, Spotify, Amazon, Apple, youtube o.s.frv. Síngull af tvöföldu plötunni Mansöngvar. Hljómgæðin eru best á Tidal, að ég held. Hér þó á youtube sökum tæknivandræða.