Áðan heyrði ég út undan mér í útvarpinu, ég missti af byrjun Lestarinnar en held að það hafi verið annar stjórnenda sem talaði, og hún sagði hreint út: Hvernig komst menningarumræða á þetta plan? Hún var að tala um planið þar sem listamenn tala ekki um neitt nema peninga og að það þurfi að leggja […]
Norðanáttin
„Enn einn dag“
18. nóvember 2024Enn einn dagur er upprunninn og kominn langt á leið og hefur í hyggju að hníga til viðar eins og aðrir dagar og ætlar ekki að láta nokkurn hlut koma í veg fyrir það. Sjáðu þennan náunga þarna? Er hann raunverulegur eða var hann að stíga af færibandinu, ferskur úr verksmiðjunni? Sjáðu þessa frétt þarna, […]
„Á íslensku má alltaf finna svar“
16. nóvember 2024Fyrirsögnin, tilvitnun í ljóð eftir Þórarin Eldjárn, þekkt við lag eftir Atla Heimi Sveinsson, er röng. Það er að segja: Hún er rétt ef „finna“ merkir leit að íslenskun en röng ef gert er ráð fyrir að svarið sé alltaf til fyrir í íslenskri tungu. Þórarinn er reyndar sérlega orðhagur við einmitt það, að búa […]
Hugsun um hugsun annarra?
15. nóvember 2024Við sátum þarna eitt sinn og tefldum í Þjóðarbókhlöðunni, eins og svo oft áður, og ég sagði upphátt við sjálfan mig og Eirík Guðmundsson: Hm, hvað ertu núna að hugsa? Og hann svaraði af orðheppni sinni: Hvað ég sé að hugsa? Og hann hló og bætti við: Þú átt ekkert að hafa áhyggjur af því […]
„Réttritun“
„Réttritun“ innan gæsalappa? Ef hverju í ósköpunum? Er ekki réttritun bara réttritun og ekkert við því að segja? Það sem ég var að hugsa var að ekki eru allir rithöfundar góðir í „stafsetningu“. Fjandans, ég gerði það aftur. Setti gæsalappir utan um jafn einfaldan hlut og stafsetningu. Sumir rithöfundar eru arfaslæmir í stafsetningu og það […]
Brautigan
14. nóvember 2024Ég heyrði fyrst getið um Brautigan, sem hér er getið að góðu, í viðtali sem ég held að hafi verið í tímaritinu Teningi og ég held að hafi verið við Gyrði Elíasson. Kannski var það þó annar. Ég hafði alla vega uppgötvað Gyrði með annarri ljóðabók hans, Tvíbreitt (svig)rúm, nánast á barnsaldri, og vildi kynna […]
Stjórnmál og ljóðlist (án tengingar)
13. nóvember 2024Það þyrfti að þýða bókina Stjórnmál eftir Aristóteles á íslensku. Grikkland til forna var kannski vagga lýðræðisins en það merkir ekki að hvarvetna hafi alltaf ríkt lýðræði í þá daga né heldur að þar hafi ríkjandi skoðun verið sú að af öllum samfélagsgerðum væri lýðræði það æskilegasta. Raunar viðrar Aristóteles talsverðar efasemdir um lýðræði, þykir […]
„Gamlar konur detta út um glugga“
11. nóvember 2024Ég er búinn að saga eldhúsborðið í tvennt, leggja drög að málverkasýningu á stigaganginum, flytja heilt bílhlass af málverkum vestan úr bæ fyrir nefnda sýningu, sem mun verða varanleg nema hún verði það ekki, spartla bæði og sparsla, skrifa greinarkorn í bókablað hér í bæ, fá hugmynd að útgáfuteiti og kynna mér landslög um hitt […]
„In Holloway Jail“
10. nóvember 2024Þeir tóku kærustuna mína og fóru með hana í kvennafangelsið. Ég á enga kærustu og það er eftir því sem ég best veit ekkert kvennafangelsi á Íslandi lengur en það er alveg sama. Þetta er engu að síður synd og skömm og mér líður ekkert vel með þetta. Ég get ekki ímyndað mér að henni […]
Þriðji maðurinn
8. nóvember 2024Mest sit ég hér nýfluttur og horfi á veggina og velti fyrir mér litum. Dugnaðurinn er ekki í hámarki. En ég hef valið lit á einn vegginn, gulan lit sem gengur undir nafninu Gullgrafarinn. Eða eins og ég skil það á ensku: Gullgrafari í merkingunni manneskja sem leitast við að komast yfir fé með því […]
Popúlisminn
7. nóvember 2024Það þarf kannski ekki að segja það og er aðeins til að æra óstöðugan en seinna kjörtímabil Trumps mun ekkert líkjast því fyrra. Það verður miklu verra. Fyrir mörgum áratugum, í seinni heimstyrjöldinni, var til stór hópur kjósenda sem fór fram á að Roosevelt tæki sér alræðisvald vegna kringumstæðna. Roosevelt gat það en gerði það […]
Ofviðrið (hljóðljóðabók) o.s.frv.
3. nóvember 2024Kannski er það ekki klókt að rithöfundum og listamönnum sé látið eftir að kynna eigin verk á félagsmiðlum. Athæfi sjálfsupphafningar er varla sérlega göfugt og hlýtur að slá marga út af laginu. Getur verið niðurlægjandi. Það er svolítið eins og gamli frasinn „maðurinn á bakvið verkið“ hafi snúist við og nú sé það „maðurinn fyrir […]
Tíðarandar sögunnar
23. október 2024Þýski heimspekingurinn Georg Wilhelm Friedrich Hegel hafði á orði að það væri ekkert hægt að læra af sögunni nema að ekki væri hægt að læra neitt af sögunni. Ekki fáir hafa tuggið þetta upp eftir Hegel. Þó er frasinn óttalegt þunnildi, eiginlega lítið annað en hótfyndni. Kannski tilbrigði við sömu hugsun og að sagan endurtaki […]
Sástu nafnið?
17. október 2024Hvað sem öðru líður: Sástu annars nafnið hans í dánartilkynningunum? Hann er dauður. Ja, hreint ekki dauður, meira svona steindauður. Eins og svo margir óskuðu og eins innilega og þeim varð að ósk sinni. Ekkert er nýtt, ekki heldur slaufunarmenningin, sem nú er á undanhaldi. Þó kunna að leynast stöku kríp sem vonar á, heitt […]