Fólk njörvar niður merkinguna í eigin augum með uppljóstrunum um hvaðan hún komi, ekki hver hún sé og hvaða anda hún beri með sér.
„Þessi segir þetta af því að hann/hún er þannig eða hinsegin,“ hugsar fólk með sér og heldur að þar sé kjarninn lifandi kominn, ekki síst vegna þess að fólk lýgur að sjálfu sér án afláts.
Gilitritt, segir fólk. Þá hefur það nefnt merkinguna á nafn, finnst því.
En það hefur það ekki. Það hefur ekki nefnt annað á nafn en í mesta lagi eigin merkingu: Einstaklingshyggju. Yfirborðslega. Þunnildislega.
Vinur minn nefndi einhverju sinni hver merkingin væri í samtímanum með líkingunni við Gilitrutt. Ég segi ekki hvert orðið var sem hann nefndi. Það var á fundi í Háskólabíó. Ég hef ekkert tímaskyn þannig að það hlýtur að hafa verið í fyrra.
Fólk ætti samt að slaka á í fullvissu sinni um eitthvað sem gæti allt eins verið þess eigin merking, þess eigið innihald á annarra kostnað, víðsfjarri öllu sem gæti kallast kjarni máls.
Ég er andvígur uppljóstrunum í öllum sínum myndum.
Upp rifjast sagan um indíánann sem var sendill, sendinguna og skilaboðin. Kannski segi ég hana næst.