Þegar ekkert annað er að gera

10. nóvember 2025

Það er ekkert annað að gera en að skrifa eins og djöfulóður, skrifa í kapp við tímann, skrifa í kapp við dauðann, áður en hann laumast að manni og setur lokapunktinn aftan við síðustu bók mína, hvort sem hún verður í handritabunkanum, uppsöfnuðum yfir mörg ár, eða útgefin, en kannski er síður vert að vera […]

Frá ómi til hljóms

8. nóvember 2025

Það er hægt að segja hugmyndasögu í gegnum tónlist. Kvikmynd Ásdísar Thoroddsen, Frá ómi til hljóms, gerir það með einhverjum hætti sem ekki er auðvelt að henda reiður á. Er yfirleitt nokkur tenging á milli tónlistar og hugmynda? Er ekki tónlist einmitt þeim galdri gædd að vera laus við orð, fyrir utan þau sem sungin […]

Á íslensku má alltaf finna …

6. nóvember 2025

Með orðinu „finna“ í tilvitnuninni í Þórarin Eldjárn hér að ofan er ekki átt við að öll orðin séu til. Það er einnig átt við að séu þau ekki til megi finna þau, eða finna þau upp. Þar sem íslenskuna skortir orð yfir það sem á ensku er kallað „gender“ og þar sem hún, eða […]

Skuldir ríkisins í ríkjum skuldanna

3. nóvember 2025

Auðvitað væri fáránlegt að taka mark á einu orði sem gengur fram af munni rithöfundar í tengslum við efnahagsmál og efnahagsfræðileg lögmál, fremur en mörgu öðru, en þá er tilvalið að útskýra lögmál sem fólk skilur ekki vel. Stjórnmálamenn segjast alltaf ætla að sýna aðhald og borga niður skuldir ríkisins. Þeir ætla ekki að gera […]

Brot

27. október 2025

Fjöldi fólks fylgdist með en enginn hafði döngun í sér til að taka sig til og hjálpa henni, gegn ofurefli og aðstæðum. Það var þá sem það rann upp fyrir henni að fólkið var ekki að leita leiða til að koma henni til aðstoðar heldur var áhorfið kjarninn í veru þess þar sem það stóð […]

Arendt: Sjálfstæð hugsun eða formúlur?

19. október 2025

Einhvers staðar í verki Hönnuh Arendt um rætur alræðis segir að það sé annað hvort hægt að hugsa sjálfstætt eða notast við hugmyndafræðilegar formúlur. Í síðarnefnda tilvikinu er svarið alltaf til reiðu og felst í hugtaki úr forðabúri formúlunnar sem er mátuð við umhugsunarefni og passar alltaf. Fólk sem hugsar í formúlum er ekkert verr […]

PS

9. október 2025

Inn í kjörþöglina

4. október 2025

Nóg sagt í bili, sumt sennilega ofsagt, annað vansagt, eitthvað ósagt eins og gengur. Stundum nota ég þennan vef til að skrifa skáldskap og birti hann ekki heldur vista sem Drög. Stundum er ég með ærsli og stundum alvöru. Stundum birti ég eitthvað vanhugsað og læt það svo hverfa, það er réttur minn. Hér stóð […]

Afdrep (um Eirrek)

1. október 2025

Einhvers staðar í Andrabókum Péturs Gunnarssonar spyr kærasta ungskáldsins þegar hann ræðir um listaverkin sem hann ætlar að smíða fyrir erfiðan heim: Þú ætlar sem sé að smíða heim sem virkar inni í heimi sem virkar ekki? Samhengið er húmorískt, ef ég man það rétt. Kærastan afgreiðir háleitar fagurfræðilegar vangaveltur rithöfundarins með því að snúa […]

Ranghugmyndir og ofskynjanir

30. september 2025

Ég hef verið að lesa mér svolítið til um ranghugmyndir og ofskynjarnir, af vissum ástæðum sem tengjast afkomu. Maður getur orðið nokkuð vel að sér um ýmsa hluti, svo sem sálfræði og geðlækningar, án þess að áhugi komi til. Það borgar sig að vera lifandi þátttakandi í íslenskum veruleika. Það minnti mig á að fyrir […]

Brot án merkingar #6

27. september 2025

Svo gersamlega alger er mín ógæfa og ólukka, sagði hann, að fólk hefur hreinlega tekið upp á því að öfunda mig fyrir einmitt þær sakir. Því það óskar þess heitt að það hefði einhverja raunverulega ástæðu fyrir vanlíðan sinni en finnur hana ekki. Það er gömul saga og ný. Bros hans að þeim orðum mæltum […]

Brot án merkingar #5

25. september 2025

„Þú ert ekki með öllum mjalla!“ sagði hún. „Hvað þýðir „mjalla“?“ svaraði hann og meinti það.