„Fannst liggjandi langsum“

7. september 2025

„Sé ykkur kannski síðar, hér eða þar, en sælir nú, vélvirkjar, tíminn hann er naumur“

Furðuleg hugmynd

3. september 2025

Fólk fær stundum furðulegar hugmyndir. Eins og til dæmis að horfa á sjónvarpið. Ekki geri ég það og hef ekki gert í mörg ár. Dægurmálaþátturinn Kastljós ákveður að í stað þess að fá eitthvert menntað fólk í vitrænar samræður muni það bjóða formanni Samtakanna 78 og stjórnmálamanni í spjall. Hver einasta hræða veit upp á […]

Til lesenda minna, allra tólf

1. september 2025

Ég man ekki betur en að Geirlaugur Magnússon, ljóðskáld, hafi notað ofangreinda biblíutilvísun í ljóði. Lesendur þessa bloggs ná ekki alveg tölunni tólf heldur flökta þeir frá tveimur upp í fimm, og svo nokkur hundruð eða jafnvel þúsund ef maður — eða einhver annar — ómakar sig og vísar í skrifið í helgidómi allra miðaldra […]

Hreiðrin

Það er einfalt mál að finna flöt á hverju einasta efni og leggja hann út sem svo að um óheilindi sé að ræða. Óheilindi af einhvers hálfu, undirhyggju, lævísleg undanbrögð sem beri þegar upp er staðið vott um illsku einhvers og ómerkilegheit. Engrar sérstakrar kúnstar er þörf við þessa hugsun. Maður bara leggur saman tvo […]

Vifta

31. ágúst 2025

Mjúklega, svo mjúklega, skín sólin á skítugar rúðurnar og fyrir ofan þær baða fuglarnir sig svo að skvettast dropar undan kátínufullu busli þeirra í rennunni, sem segir mér sitthvað um fegurðina en bendir um leið á hið gagnlega, rennan er stífluð og ég þarf að losa hana og í leiðinni væri gott að þrífa rúðurnar. […]

Svarti listinn

30. ágúst 2025

Ástæðurnar fyrir því að Svarti listinn (The Blacklist) nær ekki að verða nema næstum-því afburðagóð sería, á þeim tímum þegar skáldskapurinn heldur til í sjónvarpsseríunum og dafnar best á því formi, eru nokkrar. Í fyrsta lagi geta ekki allar seríur verið afburða. Í öðru lagi þarf meira til en leikara eins og James Spader, en […]

Engin aksjón

26. ágúst 2025

Það er engin aksjón og mér drepleiðist. Hundarnir hafa verið kallaðir heim á bæ og eftirleitir eru hafnar, ákveðið var að hafa þær á undan leitum þetta árið og á undan allri smölun af fjöllum og öllum réttum, byrja á endanum, enda á röngunni, það er rok og ég er ekki símasjúklingur. Samhengi? Hvað varðar […]

Orð skulu standa — líka þau um kallinn á stallinum

Það er líklega rétt að ég ítreki birtingu á grein frá því í mars með hlekk. Svona til marks um að ég stend við hana. Orð standa. Enda hefur henni ekki verið svarað í neinu, til þess standa engin málefni og engar réttlætingar á framferði, þótt vel megi láta sér koma til hugar að höfundurinn […]

Uppljóstranir

Fólk njörvar niður merkinguna í eigin augum með uppljóstrunum um hvaðan hún komi, ekki hver hún sé og hvaða anda hún beri með sér. „Þessi segir þetta af því að hann/hún er þannig eða hinsegin,“ hugsar fólk með sér og heldur að þar sé kjarninn lifandi kominn, ekki síst vegna þess að fólk lýgur að […]

Gott viðtal

22. ágúst 2025

Eftir mínútu 29: Jón Hallur, Mansöngvar

Of mikið í húfi

10. ágúst 2025

Þessi hugsun, þetta tilfinningalega ástand, þessi grunur, þessi vissa: Það er of mikið í húfi. Ég/við getum ekki bakkað núna. Jafnvel þótt í ljós hafi komið að rangindi voru í spili og við höfum veðjað á rangan hest. Ég á ekki við neinar sérstakar kringumstæður og held að þessi tilfinning geti átt við um hvað […]

Mansöngvar

8. ágúst 2025

Út er komin tvöfalda platan Mansöngvar með lögum og textum Jóns Halls Stefánssonar. Á þriðjudaginn verða útgáfutónleikar í Hörpunni. Um undirleik sér Jón Hallur, sem spilar á píanó og syngur, Ólafur Björn Ólafsson úr Sigurrós á trommur og Bragi Ólafsson Purrkur með meiru á bassa, auk undirritaðs, sem að vísu er talsvert frægari en þeir […]

Biðstofurnar

7. ágúst 2025

Á biðstofunni var beðið um stimplað og vottað og undirritað vottunareyðublað sem sú stofnun sem helst sér landinu fyrir skrifræði krafði um. Allir á biðstofunni voru með öllu fastir í símanum sínum. Þetta var próf í eftirtekt og athyglisgáfu. Aðeins ég virti fyrir mér fólkið sem virti fyrir sér símana sína. Eins og þeir væru […]

Vafasamar „siðferðislegar“ hindranir í vegi viðskiptatækifæra íslenskra lífeyrissjóða

4. ágúst 2025

Eins og blaðamaður Sýnar greindi frá í frétt í sumar á vefmiðlinum Vísi standa íslenskir lífeyrissjóðir frammi fyrir þeim ósköpum að í vegi þess að sjóðirnir geti sinnt samfélagslegri ábyrgð sinni eru hindranir af meintum siðferðislegum toga. Málið er sem sé þetta: Lífeyrissjóðunum, sem stofnsettir voru til að tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld, er fyrirmunað, út […]