Blístrið

Þá veit maður það. Hvinurinn sem ég gerði að umtalsefni hér er heyranlegur öðrum í hverfinu.

Hugsanlega er þetta ískur í hinum forna banka sem þarna stóð en gerir ekki lengur.

Þau fá tvo tóna þarna niður frá, að því er mér heyrist á upptökunni í fjölmiðlum.

Við ræddum þetta feðgar. Fáum við tvo tóna? Onei, bara einn kvarttón. Nei, orðið á ekkert skylt við orðið kvart. Þótt mér virðist sumir hvarta undan kvartnótunni. Aldrei þekkir fólk vitjunartíma sinn né gæfu. Henni er misskipt og við fáum minna af henni en þau þarna niður frá. Samt er meiri gæfa hér, meiri eirð og meiri sjálfsþekking. Og betri hvinur.