Norðanáttin

Hænsn

23. október 2025

Ég hef fyllst skyndilegum áhuga á hænsnum. Nánar tiltekið íslenskum hænsnum. Þær eru tvennskonar: Svokallaðar ítalskar hænur sem eru hvítar og svokallaðar íslenskar landnámshænur. Hjá þeim gildir sérstök goggunarröð, eins og hjá hænsnum um víða veröld. Rannsóknir hafa leitt í ljós að sú sem er neðst í goggunarröðinni er jafnan greindust af öllum hænunum en […]

„o.fl.“

21. október 2025

Sjálfsagt hafa skarpir andar sem fylgjast með veðri, svo sem hvernig Norðanáttin gnauðar, tekið eftir því að Hæstiréttur úrskurðaði nýlega að það hefði ekki verið í lagi að lánastofnanir á borð við tiltekinn banka sem ég kýs að nefna ekki á nafn, af því að hann hefði heitað öðru nafni ef ég hefði fengið að […]

Arendt: Sjálfstæð hugsun eða formúlur?

19. október 2025

Einhvers staðar í verki Hönnuh Arendt um rætur alræðis segir að það sé annað hvort hægt að hugsa sjálfstætt eða notast við hugmyndafræðilegar formúlur. Í síðarnefnda tilvikinu er svarið alltaf til reiðu og felst í hugtaki úr forðabúri formúlunnar sem er mátuð við umhugsunarefni og passar alltaf. Fólk sem hugsar í formúlum er ekkert verr […]

PS

9. október 2025

Inn í kjörþöglina

4. október 2025

Nóg sagt í bili, sumt sennilega ofsagt, annað vansagt, eitthvað ósagt eins og gengur. Stundum nota ég þennan vef til að skrifa skáldskap og birti hann ekki heldur vista sem Drög. Stundum er ég með ærsli og stundum alvöru. Stundum birti ég eitthvað vanhugsað og læt það svo hverfa, það er réttur minn. Hér stóð […]

Afdrep (um Eirrek)

1. október 2025

Einhvers staðar í Andrabókum Péturs Gunnarssonar spyr kærasta ungskáldsins þegar hann ræðir um listaverkin sem hann ætlar að smíða fyrir erfiðan heim: Þú ætlar sem sé að smíða heim sem virkar inni í heimi sem virkar ekki? Samhengið er húmorískt, ef ég man það rétt. Kærastan afgreiðir háleitar fagurfræðilegar vangaveltur rithöfundarins með því að snúa […]

Brot án merkingar #6

27. september 2025

Svo gersamlega alger er mín ógæfa og ólukka, sagði hann, að fólk hefur hreinlega tekið upp á því að öfunda mig fyrir einmitt þær sakir. Því það óskar þess heitt að það hefði einhverja raunverulega ástæðu fyrir vanlíðan sinni en finnur hana ekki. Það er gömul saga og ný. Bros hans að þeim orðum mæltum […]

Brot án merkingar #5

25. september 2025

„Þú ert ekki með öllum mjalla!“ sagði hún. „Hvað þýðir „mjalla“?“ svaraði hann og meinti það.

Brot án merkingar #4

Svo smágert var lagið sem ég samdi sjálfur og átti alveg sjálfur og notaði mér til huggunar að þegar ég setti það undir stækkunargler hvarf það með öllu og ég hugsaði um þig en fannst það óþægilegt.

Brot án merkingar #3

24. september 2025

Til að koma í veg fyrir þá þversögn (hæng-22) sem of oft hafði verið bent á í Þungverjalandi að enginn gat orðið sjómaður án þess að hafa reynslu af sjó og enginn gat fengið reynslu af sjó án þess að hafa verið sjómaður, svo tæknilega var ekki hægt að gerast sjómaður (enda landlukt ríki), breytti […]

Brot án merkingar #2

Og hjá opinberum ríkiskapítalismaútgáfum var snemma í tvö þúsund ára veldi kapítalísk-kommúníska alræðisríkisins Þungverjalands fundið upp nýyrðið „hégómaútgáfa“ [e. vanity publishing] yfir alla útgáfu sem laut ekki flauelisritskoðuninni og viðhélt raunverulegu tjáningarfrelsi sínu, bæði til niðrunar og tilbúinnar aðgreiningar frá hinni opinberu og ómeðvitað ófrjálsu útgáfu þar sem fólk hlýddi rænulaust og notaði ekki tjáningarfrelsið […]

Sumræðan

23. september 2025

Ég hallast að því að átökin sem eiga sér stað á milli tveggja póla séu ekki á milli hægri og vinstri. Ef svo væri myndi bera meira á hugmyndafræði. Annar armurinn myndi segja: Við viljum samfélag sem er X. Hinn: Við viljum samfélag sem er Y. Vinstrimenn myndu ekki ota viðkæmustu hópum, svo sem trans […]