Norðanáttin

Uppfinning vandlætingarinnar

7. nóvember 2025

Fyrir nokkrum árum, áratug eða meira, var gerð stórkostleg uppgötvun. Menn höfðu á orði að aldrei hefði verið gerð merkari uppgötvun í mannkynssögunni, þótt það orð væri óttaleg þvæla. Uppgötvun vandlætingarinnar markaði tímamót í tíðarandanum. Fljótlega fór að koma í ljós að engin takmörk voru fyrir því hversu víða væri hægt að nota vandlætinguna. Það […]

Á íslensku má alltaf finna …

Með orðinu „finna“ í tilvitnuninni í Þórarin Eldjárn hér að ofan er ekki átt við að öll orðin séu til. Það er einnig átt við að séu þau ekki til megi finna þau, eða finna þau upp. Þar sem íslenskuna skortir orð yfir það sem á ensku er kallað „gender“ og þar sem hún, eða […]

Skráning

5. nóvember 2025

Það er ýmislegt ritað sem gæti bent til þess að stundum sé sem hrikti í stoðunum sem skáldskapur, og reyndar list yfirleitt, stendur á. Að það sé ekki bara milligengt á milli skáldsögu og skoðanapistils heldur sé höfundi hreinlega ófært annað en að vera sammála öllum þeim skoðunum sem uppdiktaðar sögupersónur hans tjá og taka […]

Skuldir ríkisins í ríkjum skuldanna

3. nóvember 2025

Auðvitað væri fáránlegt að taka mark á einu orði sem gengur fram af munni rithöfundar í tengslum við efnahagsmál og efnahagsfræðileg lögmál, fremur en mörgu öðru, en þá er tilvalið að útskýra lögmál sem fólk skilur ekki vel. Stjórnmálamenn segjast alltaf ætla að sýna aðhald og borga niður skuldir ríkisins. Þeir ætla ekki að gera […]

Blæbrigðin

28. október 2025

Maður sannfærir aldrei neinn um neitt. Betra er að láta ógert að reyna það því fyrr en varir kann maður að hafa sannfært viðmælanda sinn um hið öndverða við það sem maður hugðist telja honum trú um. Fólk forherðist. Fólk vill ekki sjá blæbrigði. Það vill hafa skoðanir sem gera það sátt við sig sjálft. […]

Brot

27. október 2025

Fjöldi fólks fylgdist með en enginn hafði döngun í sér til að taka sig til og hjálpa henni, gegn ofurefli og aðstæðum. Það var þá sem það rann upp fyrir henni að fólkið var ekki að leita leiða til að koma henni til aðstoðar heldur var áhorfið kjarninn í veru þess þar sem það stóð […]

Hænsn

23. október 2025

Ég hef fyllst skyndilegum áhuga á hænsnum. Nánar tiltekið íslenskum hænsnum. Þær eru tvennskonar: Svokallaðar ítalskar hænur sem eru hvítar og svokallaðar íslenskar landnámshænur. Hjá þeim gildir sérstök goggunarröð, eins og hjá hænsnum um víða veröld. Rannsóknir hafa leitt í ljós að sú sem er neðst í goggunarröðinni er jafnan greindust af öllum hænunum en […]

„o.fl.“

21. október 2025

Sjálfsagt hafa skarpir andar sem fylgjast með veðri, svo sem hvernig Norðanáttin gnauðar, tekið eftir því að Hæstiréttur úrskurðaði nýlega að það hefði ekki verið í lagi að lánastofnanir á borð við tiltekinn banka sem ég kýs að nefna ekki á nafn, af því að hann hefði heitað öðru nafni ef ég hefði fengið að […]

Arendt: Sjálfstæð hugsun eða formúlur?

19. október 2025

Einhvers staðar í verki Hönnuh Arendt um rætur alræðis segir að það sé annað hvort hægt að hugsa sjálfstætt eða notast við hugmyndafræðilegar formúlur. Í síðarnefnda tilvikinu er svarið alltaf til reiðu og felst í hugtaki úr forðabúri formúlunnar sem er mátuð við umhugsunarefni og passar alltaf. Fólk sem hugsar í formúlum er ekkert verr […]

PS

9. október 2025

Inn í kjörþöglina

4. október 2025

Nóg sagt í bili, sumt sennilega ofsagt, annað vansagt, eitthvað ósagt eins og gengur. Stundum nota ég þennan vef til að skrifa skáldskap og birti hann ekki heldur vista sem Drög. Stundum er ég með ærsli og stundum alvöru. Stundum birti ég eitthvað vanhugsað og læt það svo hverfa, það er réttur minn. Hér stóð […]