Norðanáttin

Lífsregla

31. ágúst 2024

Það er ein lífsregla sem öðrum fremur er þess virði að læra. Hversu margar bækur sem þú lest er óvíst að þú finnir hana. Sjálfur var ég svo heppinn að stelpa sem ég þekkti sagði mér hana þegar ég var 21 árs. Eins og fara gerir um reglur gleymist hún og rifjast upp á ný […]

Hamingjan er heit byssa

26. ágúst 2024

Það virðist ekki merkja neitt í fyrstu og kannski er það í ætt við yrkingar Ezra Pound í persónulegheitum því það kom til vegna þess að Lennon kom auga á forsiðu á byssutímariti úr fórum George Martin sem var með fyrirsögninni: Happiness is a warm gun. Ekkert er heilagra en heit byssa rétt eftir að […]

Samkeppni

22. ágúst 2024

Samkeppni smýgur inn á öll svið tilverunnar, þar með talda listina, og samvinnan víkur. Svo mjög að sjálf samkenndin verður að samkeppnisgrein og sá sem mesta samkennd sýnir hefur sigrað, svo mjög sem það angar af „doublespeak“ Orwells. Í samkeppni er allt leyfilegt og fólk keppist við að lofa gæði samkeppninnar sem slíkrar og dylja […]

Sagan er lygi

16. ágúst 2024

Sagan er lygi. Að nánast öllu leyti. Hún er hugarórar þeirra sem hafa farið með sigur af hólmi eða ímynda sér í dag, þar sem þeir skrifa söguna, að þeir muni nánast örugglega fara með sigur af hólmi. Þá skiptir engu þótt til þess þurfi þeir að sýna af sér tækifærismennsku, óheiðarleika, tuddaskap og uppspuna. […]

Af hverju eru Bítlarnir betri?

10. júní 2024

Á hverjum tíma er miðja og jaðar. Miðjan er misstór, stundum er hún risavaxin og jaðarinn að sama skapi agnarsmár, stundum er miðjan pínulítil og jaðarinn ofboðslega stór. Ég sá að ákveðinn Kaktus er farinn að skrifa aftur og gerir það sem hann gerir best, menningarblaðamennsku, en ekki það sem hann er síðri í og […]

Hreinsun

8. júní 2024

Ég nennti ekki að hafa vísi að nafni hér á þessu bloggi sem ég skrifa fyrir engan nema sjálfan mig og færði síðustu færslu í drög, eins og ég geri oft. Nær væri að henda inn fullu skema, bókum mínum, þýðingum og verkefnum í vændum, taka til. Þetta er víst til sjálfsauglýsingar en ég nenni […]

Gagnrýnin kynþáttafræði

19. febrúar 2024

„Gagnrýnin kynþáttafræði“ er svo sannarlega ekki nýtt fyrirbæri né sætir hún neinum tíðindum. En fyrir þá sem hafa lagt á sig að fylgjast með bandarískum fjölmiðlum er deginum ljósara að fyrirbærið hefur valdið töluverðum usla að undanförnu og rutt sér leið út úr akademískri samræðu yfir í almenna umræðu. Í sem skemmstu máli hefur hver […]

Sögur og saga

14. febrúar 2024

Juan Goytisolo aðgreindi einhverju sinni samtímabókmenntir og nútímabókmenntir. Samtímabókmenntir væru betri söluvara og tengdust betur við tíma sinn en nútímabókmenntir væru gjarnan slæm söluvara en teygðu sig fram og aftur í tíma og hefðu sitt mikilvægi, sitt óendanlega mikilvægi. Hann hafði enga fordóma gagnvart samtímabókmenntum en varaði við því að jafnvægi ríkti, samtímabókmenntum væri ekki […]

Og vera svona

13. febrúar 2024

Áðan sá ég fortíðina skunda hjá. Núna er hún farin og kemur ekki aftur. Við leituðum vikum, mánuðum, árum og áratugum saman að Guði, ekki fyrir okkur heldur aðra. Hann faldi sig inni í kústaskáp og þótt hann sé hvarvetna er hann bara inni í kústaskáp þegar hann er inni í kústaskáp. Við andvörpuðum og […]

Hugleiðingar um borgarastyrjöld

30. janúar 2024

Sífellt fleiri velta fyrir sér möguleikanum á borgarastyrjöld í Bandaríkjunum. Það er ekki einu sinni alltaf háð þeirri forsendu að Trump verði kosinn forseti. Í Bandaríkjunum eru ekki skiptar skoðanir, sundurlyndi og ólík viðhorf heldur ríkir hreint og tært hatur á milli fylkinga. Það skiptist ekki í norður og suður eins og í fyrri borgarastyrkjöld […]

Að vera ekki afleggjari

18. janúar 2024

Sjaldan hefur hópur fólks lýst sig jafn hratt hugmyndalega gjaldþrota og það háskólafólk sem tók þátt í mótmælum í Bandaríkjunum gagnvart hernaðaraðgerðum Ísraels gegn Palestínu og Hamas undir slagorði sem vart er hægt að túlka öðruvísi en sem svo að útrýma ætti Gyðingum tafarlaust. Orðið Intífada hefur þá merkingu í dag. Það átti samkvæmt skiltum […]

… einn hinna góðu

14. janúar 2024

„Og ég sem er einn hinna slæmu / og vildi breytast í góðan / vildi breytast í góðan / en þú elur með þér ótta.“ Tvítekið. Flamenco í bland við eitthvað annað og óskylt og margt. Lauslega þýtt. Og svo úr öðru lagi línan: „Ég sá hinn blinda lesa strenginn með hinum blinda.“ Ég skil […]

—morð

Þjóðarmorð er ekki gamalt orð og raunar er íslenska þýðingin á því ónákvæm, tekur aðeins til þjóða og ekki kynþátta eða trúarbragða eða annars sem hópur fólks getur átt sameiginlegt. Genocide er sem sé orð frá árinu 1944 og náði ekki fótfestu fyrr en eftir 1948. Annað orðalag með eldri rætur náði fótfestu á sama […]