Norðanáttin

Gagnrýnin kynþáttafræði

19. febrúar 2024

„Gagnrýnin kynþáttafræði“ er svo sannarlega ekki nýtt fyrirbæri né sætir hún neinum tíðindum. En fyrir þá sem hafa lagt á sig að fylgjast með bandarískum fjölmiðlum er deginum ljósara að fyrirbærið hefur valdið töluverðum usla að undanförnu og rutt sér leið út úr akademískri samræðu yfir í almenna umræðu. Í sem skemmstu máli hefur hver […]

Sögur og saga

14. febrúar 2024

Juan Goytisolo aðgreindi einhverju sinni samtímabókmenntir og nútímabókmenntir. Samtímabókmenntir væru betri söluvara og tengdust betur við tíma sinn en nútímabókmenntir væru gjarnan slæm söluvara en teygðu sig fram og aftur í tíma og hefðu sitt mikilvægi, sitt óendanlega mikilvægi. Hann hafði enga fordóma gagnvart samtímabókmenntum en varaði við því að jafnvægi ríkti, samtímabókmenntum væri ekki […]

Og vera svona

13. febrúar 2024

Áðan sá ég fortíðina skunda hjá. Núna er hún farin og kemur ekki aftur. Við leituðum vikum, mánuðum, árum og áratugum saman að Guði, ekki fyrir okkur heldur aðra. Hann faldi sig inni í kústaskáp og þótt hann sé hvarvetna er hann bara inni í kústaskáp þegar hann er inni í kústaskáp. Við andvörpuðum og […]

Hugleiðingar um borgarastyrjöld

30. janúar 2024

Sífellt fleiri velta fyrir sér möguleikanum á borgarastyrjöld í Bandaríkjunum. Það er ekki einu sinni alltaf háð þeirri forsendu að Trump verði kosinn forseti. Í Bandaríkjunum eru ekki skiptar skoðanir, sundurlyndi og ólík viðhorf heldur ríkir hreint og tært hatur á milli fylkinga. Það skiptist ekki í norður og suður eins og í fyrri borgarastyrkjöld […]

Að vera ekki afleggjari

18. janúar 2024

Sjaldan hefur hópur fólks lýst sig jafn hratt hugmyndalega gjaldþrota og það háskólafólk sem tók þátt í mótmælum í Bandaríkjunum gagnvart hernaðaraðgerðum Ísraels gegn Palestínu og Hamas undir slagorði sem vart er hægt að túlka öðruvísi en sem svo að útrýma ætti Gyðingum tafarlaust. Orðið Intífada hefur þá merkingu í dag. Það átti samkvæmt skiltum […]

… einn hinna góðu

14. janúar 2024

„Og ég sem er einn hinna slæmu / og vildi breytast í góðan / vildi breytast í góðan / en þú elur með þér ótta.“ Tvítekið. Flamenco í bland við eitthvað annað og óskylt og margt. Lauslega þýtt. Og svo úr öðru lagi línan: „Ég sá hinn blinda lesa strenginn með hinum blinda.“ Ég skil […]

—morð

Þjóðarmorð er ekki gamalt orð og raunar er íslenska þýðingin á því ónákvæm, tekur aðeins til þjóða og ekki kynþátta eða trúarbragða eða annars sem hópur fólks getur átt sameiginlegt. Genocide er sem sé orð frá árinu 1944 og náði ekki fótfestu fyrr en eftir 1948. Annað orðalag með eldri rætur náði fótfestu á sama […]

Orðalisti

11. janúar 2024

Stolt Metnaðargirnd Öfund Afbrýði Viðkvæmni Léttúð Feimni Árásargirni Baktal Lygar Hroki Fordómar Farðu yfir orðin í huganum og mátaðu hvert og eitt þeirra við sjálfa(n) þig, ekki aðra. Sýndu svolitla aðgangshörku en þó ekki svo mikla að hún valdi þér skaða því sjálfsgagnrýni er ekki holl í of miklum mæli. Mátaðu orðin við ólíkar kringumstæður […]

Afsökunarbeiðni

9. janúar 2024

Þegar eitthvað er rekið ofan í mann sem rangfærsla biðst maður einfaldlega afsökunar. Ég bið Bjarna Bjarnason og alla aðstandendur skáldsögu hans Dúnstúlkan í þokunni afsökunar fyrir að hafa farið í færslu minni frá 1. janúar rangt með að Bjarni hafi í birtum rannsóknum sínum fullyrt að rannsókn Ágústs H. Bjarnasonar hafi verið fyrsta dulsálarfræðirannsóknin […]

Hvað ef?

8. janúar 2024

Hvað ef forsendur skáldsögunnar eru brostnar og hún á ekki lengur erindi sem form? Ekki bara vegna minnkandi athyglisgáfu fyrir löngum, flóknum og margbrotnum texta sem getur gert mann auðugri í anda heldur vegna þess að tíminn hefur úrelt hana sem slíka? Á Íslandi eru til svona sjö manns sem gætu haft áhuga á þessu […]

Bókatíðindi

1. janúar 2024

Frómt frá sagt fer því fjarri að ég lesi einu sinni helminginn af því sem kemur út fyrir hver jól. „Ert þú ennþá að „fylgjast með jólabókaflóðinu?““ hef ég eftir vinkonu minni, prófessor, sem sagði að eitt helsta skáld Íslendinga hefði sagt þetta við hana fyrir margt löngu. Hjá mér hef ég Armeló eftir Þórdísi […]

Þú hefur skorið agúrkur vitlaust alla ævi

26. desember 2023

Það er komin ný tegund af smáfréttum og myndböndum og smellubeitum sem gengur út á að taka fyrir einhvern gersamlega augljósan hlut og fullyrða í fyrirsögn að lesandinn kunni hann ekki, hafi alltaf gert það rangt, sé eins og sjúklingur sem vaknar eftir massívt heilablóðfall og viti ekki neitt í sinn haus og þurfi að […]

Góð eru börnin til blóra

9. desember 2023

Hvernig getur það staðist að börnin lesi sér ekki til gagns þegar í boði eru höfundar eins og Fanney Hrund? Nú skrifar hún ungmennabækur en ekki barnabækur og er í þriðja sæti metsölulista Eymundson — byrja þá börnin bara allt í einu að lesa þegar þau verða ungmenni/unglingar en lesa sér ekki til gagns fram […]

Styttuleikur

4. desember 2023

Maður fæðist í heiminn með ógróna höfuðkúpu, sagði vitur manneskja við mig. Í morgun fékk ég að vita að bráðum fæðist ég. Ég fagna því. *** Styttuleikur stendur fyrir dyrum. Ein verður fjarlægð og önnur sett í staðinn að nokkrum tíma liðnum. Það vill gleymast að stytturnar eru ekki alveg beinfrosnar þar sem þær eru […]