Norðanáttin

Til minningar —

8. september 2023

„En okkur skortir allan dug, við eigum ekki slíkan hug, engan Hómer, ekki neitt, ekkert nema röflið eitt. Margt eitt fól þótt stökkvi á stöng er stefnan bæði lág og röng. Staðreyndin er sem sagt sú að Sveinbjörn heitir Valbjörn nú.“ — Þ. E.

Hvernig má fremja sjálfsmorð af 30 metra færi með vélbyssu

23. ágúst 2023

Frétt RUV af dauða Yevgueni Prigozhins er ágæt að því leyti að hún er hlutlæg, sem er ekki í tísku. Hún leyfir manni að draga sínar eigin ályktanir. Nefnt er að Rússar séu byrjaðir á sinni eigin rannsókn á því hvernig það atvikaðist að Yevgueni Prigozhin, leiðtogi Wagner-liða, var einn þeirra sem lét lífið í […]

Hvunndagur

21. ágúst 2023

Það drífur fátt á daga mína sem er í frásögur færandi. Yfirleitt skrifa ég um abstrakt hluti á þessum vettvangi. Í gær fór ég í mat með börnum mínum til móður þeirra. Það var gaman. Í dag kom skáldið sjálft í heimsókn og dró mig síðan út á kaffihús þar sem við fengum okkur súrdeigsbrauð […]

Skák og mát

19. ágúst 2023

„Karlmenn töluvert betri í skák,“ kaus annar miðill af tveimur sem sögðu sömu frétt á Íslandi að hafa að fyrirsögn. Hinn miðillinn setti mun hlutlausari fyrirsögn og ekki grunlaust um að sá fyrrnefndi hafi verið á orðaveiðum, reynt að taka eitthvað úr samhengi sem sami viðmælandi sagði til þess að gera það grunsamlegt og fiska […]

Gervigreindin gefur út á Amazon

11. ágúst 2023

Gervigreindin er ekki lengur „hugsanlega“ fær um að búa til list heldur er hún byrjuð á því fyrir nokkru: Nú síðast skrifaði hún alveg upp á sitt einsdæmi skáldsögu, hannaði kápuna, setti hana á Amazon og bjó til mynd af höfundinum, sem var raunverulegur höfundur með raunverulegt nafn, hún hafði bara aldrei skrifað þessa bók […]

Regnbogaþvottur

4. ágúst 2023

Í frétt á íslenskum miðli er þess getið að regnbogafánar hafi verið skornir niður við bensínstöð í Öskjuhlíð og sagt að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist, margir regnbogafánar við margar bensínstöðvar hafi verið teknir niður á undanförnum árum og séu þetta skipulögð skemmdarverk sem beinist gegn hinsegin fólki. Og ekki bara […]