„Það þarf að ná til unga fólksins“

30. september 2024

Einhver sú mesta frasavitleysa sem menningarsinnað fólk lætur út úr sér er að það þurfi að ná til unga fólksins. Af hverju þarf að ná til unga fólksins? Hver sá sem rekur inn nefið í Hannesarholt þar sem mikil menningarstarfsemi fer fram, myndlistarsýningar og uppákomur, sér strax að þar er allt fullt af gömlu fólki. […]

Sigurvegararnir

26. september 2024

Liðin eru nokkur ár frá því að staðan í Bandaríkjunum var sú að þrír ríkustu Bandaríkjamennirnir áttu meiri auð en neðstu 50%, eða 160 milljón manns. Þessi misskipting hefur færst talsvert í aukana frá því árið 2017 þegar þetta var staðan. Nokkrar hræður, 1-3% bandarísku þjóðarinnar, á meira en allur þorri hennar samanlagður. Þeir eiga […]

Þarna í fjarskanum

11. september 2024

Það var orðið áliðið og um leið og hann þreif í öxl mína skipaði hann: «Farðu nú og dreptu son þinn fyrir mig» Svona nú — svaraði ég brosandi — ertu kannski að atast í mér? «Sko, ef þú vilt ekki gera það er það þitt mál, en mundu hver ég er, og farðu þá […]

Lífsregla

31. ágúst 2024

Það er ein lífsregla sem öðrum fremur er þess virði að læra. Hversu margar bækur sem þú lest er óvíst að þú finnir hana. Sjálfur var ég svo heppinn að stelpa sem ég þekkti sagði mér hana þegar ég var 21 árs. Eins og fara gerir um reglur gleymist hún og rifjast upp á ný […]

Hamingjan er heit byssa

26. ágúst 2024

Það virðist ekki merkja neitt í fyrstu og kannski er það í ætt við yrkingar Ezra Pound í persónulegheitum því það kom til vegna þess að Lennon kom auga á forsiðu á byssutímariti úr fórum George Martin sem var með fyrirsögninni: Happiness is a warm gun. Ekkert er heilagra en heit byssa rétt eftir að […]

Samkeppni

22. ágúst 2024

Samkeppni smýgur inn á öll svið tilverunnar, þar með talda listina, og samvinnan víkur. Svo mjög að sjálf samkenndin verður að samkeppnisgrein og sá sem mesta samkennd sýnir hefur sigrað, svo mjög sem það angar af „doublespeak“ Orwells. Í samkeppni er allt leyfilegt og fólk keppist við að lofa gæði samkeppninnar sem slíkrar og dylja […]

Sagan er lygi

16. ágúst 2024

Sagan er lygi. Að nánast öllu leyti. Hún er hugarórar þeirra sem hafa farið með sigur af hólmi eða ímynda sér í dag, þar sem þeir skrifa söguna, að þeir muni nánast örugglega fara með sigur af hólmi. Þá skiptir engu þótt til þess þurfi þeir að sýna af sér tækifærismennsku, óheiðarleika, tuddaskap og uppspuna. […]

Af hverju eru Bítlarnir betri?

10. júní 2024

Á hverjum tíma er miðja og jaðar. Miðjan er misstór, stundum er hún risavaxin og jaðarinn að sama skapi agnarsmár, stundum er miðjan pínulítil og jaðarinn ofboðslega stór. Ég sá að ákveðinn Kaktus er farinn að skrifa aftur og gerir það sem hann gerir best, menningarblaðamennsku, en ekki það sem hann er síðri í og […]

Hreinsun

8. júní 2024

Ég nennti ekki að hafa vísi að nafni hér á þessu bloggi sem ég skrifa fyrir engan nema sjálfan mig og færði síðustu færslu í drög, eins og ég geri oft. Nær væri að henda inn fullu skema, bókum mínum, þýðingum og verkefnum í vændum, taka til. Þetta er víst til sjálfsauglýsingar en ég nenni […]

Gagnrýnin kynþáttafræði

19. febrúar 2024

„Gagnrýnin kynþáttafræði“ er svo sannarlega ekki nýtt fyrirbæri né sætir hún neinum tíðindum. En fyrir þá sem hafa lagt á sig að fylgjast með bandarískum fjölmiðlum er deginum ljósara að fyrirbærið hefur valdið töluverðum usla að undanförnu og rutt sér leið út úr akademískri samræðu yfir í almenna umræðu. Í sem skemmstu máli hefur hver […]

Sögur og saga

14. febrúar 2024

Juan Goytisolo aðgreindi einhverju sinni samtímabókmenntir og nútímabókmenntir. Samtímabókmenntir væru betri söluvara og tengdust betur við tíma sinn en nútímabókmenntir væru gjarnan slæm söluvara en teygðu sig fram og aftur í tíma og hefðu sitt mikilvægi, sitt óendanlega mikilvægi. Hann hafði enga fordóma gagnvart samtímabókmenntum en varaði við því að jafnvægi ríkti, samtímabókmenntum væri ekki […]

Og vera svona

13. febrúar 2024

Áðan sá ég fortíðina skunda hjá. Núna er hún farin og kemur ekki aftur. Við leituðum vikum, mánuðum, árum og áratugum saman að Guði, ekki fyrir okkur heldur aðra. Hann faldi sig inni í kústaskáp og þótt hann sé hvarvetna er hann bara inni í kústaskáp þegar hann er inni í kústaskáp. Við andvörpuðum og […]

Hugleiðingar um borgarastyrjöld

30. janúar 2024

Sífellt fleiri velta fyrir sér möguleikanum á borgarastyrjöld í Bandaríkjunum. Það er ekki einu sinni alltaf háð þeirri forsendu að Trump verði kosinn forseti. Í Bandaríkjunum eru ekki skiptar skoðanir, sundurlyndi og ólík viðhorf heldur ríkir hreint og tært hatur á milli fylkinga. Það skiptist ekki í norður og suður eins og í fyrri borgarastyrkjöld […]