Regnbogaþvottur

4. ágúst 2023

Í frétt á íslenskum miðli er þess getið að regnbogafánar hafi verið skornir niður við bensínstöð í Öskjuhlíð og sagt að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist, margir regnbogafánar við margar bensínstöðvar hafi verið teknir niður á undanförnum árum og séu þetta skipulögð skemmdarverk sem beinist gegn hinsegin fólki. Og ekki bara […]

Mergðin

23. júlí 2023

Kannski er ekkert orð til á íslensku yfir fyrirbærið sem er ekki neikvætt. Alla vega koma nokkur í hugann sem ekki eru hlutlaus: Skríll, múgur, hópsál, lýður (sem þó er helmingur orðsins lýðræði), pakk … Fjöldi er þó tiltölulega hlutlaust og hópur líka. Eða mergð. Hópsál kemst kannski næst því sem ég er að hugsa […]

Réttttrúnaðarkirkjan

14. júlí 2023

Það hafa kannski ekki allir veitt því athygli en Rússneska rétttrúnaðarkirkjan er með útibú í Reykjavík. Sagði ég útibú? Kannski væri nær að segja kirkju. Þó er þetta einhver minnsta kirkja í heimi, svo lítil að það er varla pláss til að skipta um skoðun í henni, og er það vel við hæfi. Kirkjan stendur […]

Kundera

12. júlí 2023

Um leið og húmor er ekki lengur tilhlýðilegur, þá eru bókmenntirnar búnar að vera. Eitthvað á þessa leið orðaði Milan Kundera það, en hann er látinn, 94 ára að aldri. Þó má ekki síður læra af honum gildi alvörunnar, gildi hugleiðinga, að leyfa sér að hugsa í skáldsögum og nota til þess þær aðferðir sem […]

Röntgenbiðin

7. júlí 2023

Röntgen lætur bíða eftir sér. Maður situr á bráðamóttöku í um sex klukkutíma með úlnliðsbrotinn son sinn og það má heita vel sloppið. Það er búið að setja upp skilti, eða plakat, þar sem fólk er beðið að ausa ekki svívirðingum yfir starfsfólk, beita það ofbeldi eða hafa í hótunum við það. Auðvitað gerir maður […]

Allt á sínum stað, tvist og bast, og hvað með sínu sérkenni

29. júní 2023

Ég hef verið að bera kassa, bókakassa, úr dánarbúi móður minnar, anda, strita, taka sendibíla, bera húsgögn, horfa á brostin hjörtu sem koma af stað rigningu með dansi sínum, djúphreinsa teppi, skandalísera á örmarkaði og láta fólk fá það þvegið fremur en óþvegið, hef verið að sjúga í mig þverskornar súrustu sítrónur og ræða við […]

Eilífðin og einum betur

24. júní 2023

„Við eigum að leyfa þúsund blómum að blómstra,“ er haft að orði og ég gæti ekki verið meira sammála. Það á að leyfa allt, allar skoðanir, allar tegundir af manneskjum, allir eiga að fá að njóta sín á sínum eigin forsendum í heilbrigðu samfélagi. Nú reyndar tiltók ítalski rithöfundurinn Italo Calvino í ritgerð um 1001 […]

Vegamót

13. júní 2023

„Þú ert leiðinlegur og bitur rithöfundur,“ sagði kúlturbarn eitt við mig úti á svölum á bar þangað sem það hafði elt mig uppi fyrir nokkru síðan til að reykja og tjá mér sitthvað um staðreyndir tilverunnar. „Viltu að ég svari þessu eitthvað?“ sagði ég á móti við kúltúrbarnið, sem starfar reyndar sem „athyglisvörður“ hjá fjölmiðli […]

Eftirlitssamfélagið

7. júní 2023

Hvað gerist nú? Ég man ekki hvernig þetta virkar, hef ekki haft tíma til að sinna þessum miðli. Hvað fólk á við með „eftirlitssamfélagið“ fer alveg eftir því hvaðan það kemur og í hvaða átt það stefnir, ef þá nokkra. Ef fólk er að byggja sér hús rekur það sig fljótlega á að búið er […]

Japan og Bandaríkin

14. apríl 2023

Japan var lokað land frá því snemma á 17. öld þar til um miðbik 19. aldar. Algerlega aflokað frá Kína, sem leit á eyjuna sem eins konar afkvæmi sitt, enda hafði japanska ekki átt neitt ritmál og tekið kínversku táknin og gert að sínum með örlitlum breytingum, svolítið meiri bugðum, svo ekki er heiglum hent […]

Leiðin í hakkmiðlana

13. apríl 2023

Smærri samfélög eru að mörgu leyti betri sem stjórnsýslueiningar og sem lýðræðisríki en stórar einingar, sem breytast í stórveldi og skrefið frá lýðræði yfir í alræði verður stutt. Þjóðernishyggja smáríkja er ekkert sérlega varhugaverð, ef þau hafa engan her er ást fólks á eigin landi jákvætt afl sem ógnar engum, eða að minnsta kosti engum […]

Ást og ótti

5. apríl 2023

Eitthvað á þá leið mun Machiavelli hafa sagt að aðeins væri til tvenns konar orka í heiminum: Ást og ótti. Þegar kæmi að því að stjórna væri mun auðveldara að stjórna með ótta en ást. Það þýddi þó ekki að valdsmenn ættu ekki að reyna að ávinna sér traust og virðingu almennings, aðeins að maður […]

Hugleiðingar

3. apríl 2023

Markús Árelíus, stóuspekingur og, tja, keisari Rómarveldis — það merkir ekki að hann hafi ekki átt við nein vandamál að stríða, nema síður sé — nefndi ekki bók sína Hugleiðingar heldur Τὰ εἰς ἑαυτόν, sem myndi hljóma eitthvað á borð við þetta: Ta eis heauton, og merkja: Skrif til sjálfs mín. Hann hugsaði skrif sín […]

Hér er ofið

18. mars 2023

„Hér er ofið,“ hefur staðið á þessari síðu um nokkra hríð og annað ekki. Hér er enn ofið en þó ekki í eiginlegum skilningi, jafnvel tæknihamlaðar manneskjur eins og ég sjálfur eiga að geta séð um það sem eftir er, að setja efni inn á síðuna. Ef mér skjátlast ekki fer þessi færsla í flokk […]