Það er komin ný tegund af smáfréttum og myndböndum og smellubeitum sem gengur út á að taka fyrir einhvern gersamlega augljósan hlut og fullyrða í fyrirsögn að lesandinn kunni hann ekki, hafi alltaf gert það rangt, sé eins og sjúklingur sem vaknar eftir massívt heilablóðfall og viti ekki neitt í sinn haus og þurfi að […]
Norðanáttin
Góð eru börnin til blóra
9. desember 2023Hvernig getur það staðist að börnin lesi sér ekki til gagns þegar í boði eru höfundar eins og Fanney Hrund? Nú skrifar hún ungmennabækur en ekki barnabækur og er í þriðja sæti metsölulista Eymundson — byrja þá börnin bara allt í einu að lesa þegar þau verða ungmenni/unglingar en lesa sér ekki til gagns fram […]
Styttuleikur
4. desember 2023Maður fæðist í heiminn með ógróna höfuðkúpu, sagði vitur manneskja við mig. Í morgun fékk ég að vita að bráðum fæðist ég. Ég fagna því. *** Styttuleikur stendur fyrir dyrum. Ein verður fjarlægð og önnur sett í staðinn að nokkrum tíma liðnum. Það vill gleymast að stytturnar eru ekki alveg beinfrosnar þar sem þær eru […]
Galopið almenningi: Umræða um söguleg efni efld
2. desember 2023Sögufélagið hefur þá stefnu að „ná til almennings“, vera „sýnilegt í samfélaginu, miðla efni og efla samtal um sögu og sagnfræði“ og „stuðla markvisst að samræðu í samfélaginu um söguleg efni.“ Þess vegna skýtur svolítið skökku við að það skrifar enginn í tímaritið Sögu án þess að fá fyrir það punkta til launabónuss hjá háskóla […]
Sú hin margslungna list að ljúga sem hraðast og koma svo færandi hendi með sönnunargögn
1. desember 2023Eins og kunnugt er skiptir öllu að ljúga nógu yfirgengilega því mennsk hugsun álítur að svo yfirgengileg frásögn geti ekki verið lygi, menn hefðu fundið upp eitthvað líklegra. Yfirlæti lygarans gagnvart þeim sem logið er að á sér lítil takmörk. Annað atriði er að vera hraðlyginn, koma alltaf fyrstur á vettvang með lygi sína því […]
Hví að segja satt þegar brogað hljómar betur?
29. nóvember 2023Mér er gert að læknisráði að fást sem minnst við neitt vitrænt. Mig hefur lengi langað til að hrekja nokkrar staðreyndavillur í fræðigrein og er nokkuð viss um að það er ekki margt vitrænt við greinina og mér því óhætt. Þegar kemur að uppslætti fjölmiðils á innihaldi greinarinnar er vitrænan enn minni. Lagó. Fyrir nokkru […]
Skilningur og fordæming
27. nóvember 2023Það allra versta sem haft er eftir Hönnuh Arendt er að ekki skuli leitast við að skilja illskuna því að það að skilja eitthvað sé það sama og að réttlæta það. Það næstversta er frasinn um banalítet illskunnar: Að hið illa sé alltaf hvunndagslegt, banalt, einskær lágkúra. Ekki að orðin hafi ekki átt við á […]
Dvöl
23. nóvember 2023Hér er lokað (eða öllu heldur opið) í bili vegna veikinda.
Hvað er hljóðbók?
13. nóvember 2023Spurningin virkar kannski augljós og óþarfi en hljóðbók er „kapítalísk snilld“ eins og einn rithöfundur orðaði það (mér sýnist fréttin vera horfin en hér er vitnað í hana). Snilldin felst í því að höfundur fær ekkert borgað, hljóðbókaforlag biður ekki endilega um leyfi, spyr ekki höfundinn sjálfan beint um höfundarrétt og hlunnfer bókaforlög líka. „Þetta […]
Hin ómótstæðilega freisting
6. nóvember 2023Hugmyndafræði er nánast ómótstæðileg. Þeir sem hafa völd aðhyllast eina slíka, vinir þínir hallast að einni og vinkonur þínar hallast að einni. Hvers vegna í veröldinni að standa gegn sannleikanum? Sendiherra Ísraels í Bretlandi hafði á orði: Þetta er eitt af þeim fáu skiptum þar sem hið góða berst gegn hinu illa. Lítið veit ég. […]
Minningargreinar um lifandi fólk
5. nóvember 2023Mánuðum saman hef ég fylgst með fasteignamarkaði eins og úlfhundur. En tvístígandi úlfhundur sem aldrei getur tekið ákvörðun um hvort skuli hrökkva eða stökkva. Ég hef lesið fleiri sölulýsingar en skáldverk. Ég hef skoðað ótal myndir af ótal herbergjum sem stundum er illmögulegt að átta sig á hvaða afstöðu hafa gagnvart hvert öðru. Maður gengur […]
Meðmæli, með alls ótengdum óðamála og margmálum aðdraganda þar sem flest fer á milli mála og veröldin er stygg og mælandinn galgopalega hnugginn
2. nóvember 2023Ég var að skipta um skrifstofu og tek mig sérlega forstjóralega út á bakvið skrifborð sem bugðast tignarlega með síðunni þar sem ég tróni á bakvið tvo stóra skjái í hátign minni og ég er með smákoll fyrir framan skrifborðið fyrir fólk sem ég tek á móti svo það sitji lægra en ég og svo […]
Vígamenn
30. október 2023Hamas sigruðu Fatah í lýðræðislegum kosningum árið 2006 og hafa síðan verið við stjórnvölinn á Gaza. Samtökin urðu vinsæl í nágrannalöndunum fyrir andstöðu sína við innrás Saddam Hussein í Kuveit árið 1990 og nutu eftirleiðis fjárhagsstuðnings þeirra. Eftir að samtökin tóku við völdum á Gaza nutu þeir mikilla vinsælda á heimaslóðum fyrir starf sitt í […]
Ofviðrið
26. október 2023Það er kannski tímabært að greina frá því að fyrir þessi jól sendi ég frá mér hljóðljóðabálk. Hann verður til reiðu og öllum opinn á öllum streymisveitum — nema Storytel. Bálkurinn á eftir að fara í „möstrun“, þ.e. masteringu, og hluta hans var nýlega bjargað úr tölvuhruni. Enn er unnið að hljóðblöndun (mixi) og útgáfudagur […]